Erfiður dagur hjá Auðuni 1. apríl 2005 00:01 Það er óhætt að segja að Auðun Georg hafi átt erfiðan fyrsta dag í vinnunni sem hann hefur nú reyndar ákveðið að taka ekki við. Hinn nýi fréttastjóri fréttatofu Útvarpsins mætti til vinnu laust eftir klukkan níu í morgun. Skömmu áður hafði einn af yfirmönnum stofnunarinnar, Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri, gert þeim fjölmiðlamönnum sem biðu komu fréttastjórans það ljóst að þeir væru ekki velkomnir í húsið. Jón sagði fréttamenn óvelkomna og þegar hann var inntur eftir skýringu sagði hann að það væri af því hann segði það. Þá var hann aftur spurður hvers vegna fréttamenn mættu ekki vera í húsinu og þá sagði hann að árið 2000 hefðu allar myndatökur verið bannaðar innanhúss í Ríkisútvarpshúsinu nema með leyfi og þá væri áætlaður fundur í húsinu sem fréttamenn væru óvelkomnir á. Klukkan rétt rúmlega níu kom svo nýi fréttastjórinn til vinnu í leigubíl. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla að ræða það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Auðun Georg vildi í morgun ekki gangast við því að hafa rætt við formann útvarpsráðs í gær en í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins tveimur tímum síðar viðurkenndi hann að hafa rætt við formanninn í gær eftir að hafa í byrjun viðtals neitað að hafa hitt hann. Auðun fór fyrst á fund útvarpsstjóra í morgun en fór síðan til fundar við starfsmenn fréttastofu. Hann sagðist gera sér grein fyrir óánægjunni með ráðningu hans og að fólk væri tortryggið í hans garð. Hann sagði verkefni sitt að eyða því og byggja upp traust í sinn garð. Og hann sagði síðan: „Þið ykkar sem treystið mér ekki og treystið ykkur ekki til þess að starfa undir minni stjórn og undir mér, ég bara virði ákvörðun ykkar ef þið viljið hætta störfum, en ég vona að svo verði ekki." Auðun Georg sagðist hafa talað við fréttamenn og blaðamenn á öðrum miðlum í þeim tilgangi að koma inn og redda málunum, af hræðslu við að Ríkisútvarpið mundi hreinlega leggjast af og að þar yrði bara spilaður Bach, eins og hann orðaði það, en undirstrikaði að hann mundi gera vel við það fólk sem ynni vinnu sína af heiðarleika, sanngirni og trúmennsku. Um þessi orð segir í ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis sem forseta Alþingis var afhent í morgun eftir að fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla til að fylgjast með umræðu um málið: „Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum.“ Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Sjá meira
Það er óhætt að segja að Auðun Georg hafi átt erfiðan fyrsta dag í vinnunni sem hann hefur nú reyndar ákveðið að taka ekki við. Hinn nýi fréttastjóri fréttatofu Útvarpsins mætti til vinnu laust eftir klukkan níu í morgun. Skömmu áður hafði einn af yfirmönnum stofnunarinnar, Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri, gert þeim fjölmiðlamönnum sem biðu komu fréttastjórans það ljóst að þeir væru ekki velkomnir í húsið. Jón sagði fréttamenn óvelkomna og þegar hann var inntur eftir skýringu sagði hann að það væri af því hann segði það. Þá var hann aftur spurður hvers vegna fréttamenn mættu ekki vera í húsinu og þá sagði hann að árið 2000 hefðu allar myndatökur verið bannaðar innanhúss í Ríkisútvarpshúsinu nema með leyfi og þá væri áætlaður fundur í húsinu sem fréttamenn væru óvelkomnir á. Klukkan rétt rúmlega níu kom svo nýi fréttastjórinn til vinnu í leigubíl. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla að ræða það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Auðun Georg vildi í morgun ekki gangast við því að hafa rætt við formann útvarpsráðs í gær en í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins tveimur tímum síðar viðurkenndi hann að hafa rætt við formanninn í gær eftir að hafa í byrjun viðtals neitað að hafa hitt hann. Auðun fór fyrst á fund útvarpsstjóra í morgun en fór síðan til fundar við starfsmenn fréttastofu. Hann sagðist gera sér grein fyrir óánægjunni með ráðningu hans og að fólk væri tortryggið í hans garð. Hann sagði verkefni sitt að eyða því og byggja upp traust í sinn garð. Og hann sagði síðan: „Þið ykkar sem treystið mér ekki og treystið ykkur ekki til þess að starfa undir minni stjórn og undir mér, ég bara virði ákvörðun ykkar ef þið viljið hætta störfum, en ég vona að svo verði ekki." Auðun Georg sagðist hafa talað við fréttamenn og blaðamenn á öðrum miðlum í þeim tilgangi að koma inn og redda málunum, af hræðslu við að Ríkisútvarpið mundi hreinlega leggjast af og að þar yrði bara spilaður Bach, eins og hann orðaði það, en undirstrikaði að hann mundi gera vel við það fólk sem ynni vinnu sína af heiðarleika, sanngirni og trúmennsku. Um þessi orð segir í ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis sem forseta Alþingis var afhent í morgun eftir að fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla til að fylgjast með umræðu um málið: „Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum.“
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Sjá meira