Sökuðu stjórnarflokka um valdarán 1. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra var sagður kjarklaus og kallaður lúpa fyrir að vera ekki viðstaddur umræður um fréttastofu Útvarpsins á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnarflokkana og sérlega spunakarla forsætisráðherra reyna valdarán á fréttastofunni. Forsætisráðherra sagðist ekki ætla að hafa afskipti af málinu. Aðspurður um fullyrðingar þess efnis að ráðning fréttastjóra hefði verið skipulögð í forsætisráðuneytinu sagði Halldór Ásgrímsson að hann hefði ekkert komið nálægt málinu. Þetta mál væri að sjálfsögðu unnið í útvarpinu, hjá útvarpsráði og útvarpsstjóra og í hans ráðuneyti hefðu menn ekki haft nokkur afskipti af málinu. Umræður um það hefðu verið algjörlega út í hött. Síðast hefði verið sagt aðstoðarmaður hans hefði sést með Auðuni Georg í leigubíl. Sannleikurinn væri sá að hann hefði aldrei hitt hann og aldrei talað við hann þannig að hann áttaði sig ekki á hvað væri þarna á ferðinni. Aðspurður hvort hann neitaði því að Framsóknarflokkurinn hefði talið sig eiga stöðu fréttastjóra Útvarps og leitað að manni til að gegna henni sagði Halldór að flokkurinn ætti ekki neitt í Útvarpinu frekar en aðrir og framsóknarmenn hefðu ekki leitað að neinum manni. Hins vegar mætti vel vera að innan útvarpsins hefði verið leitað að manni, hann þekkti það ekki. Aðspurður hvernig ætti nú að bregðast við þar sem Ríkisútvarpið væri nánast óstarfhæft sagði Halldór ekki gera sér grein fyrir því. Þetta yrði að leysast á vettvangi Ríkisútvarpsins eins og annarra stofnana. Sumir krefðust pólitískra afskipta af málinu en hann myndi ekki skipta sér af því. Inntur eftir því hvernig leysa ætti málið sagðist Halldór ekki hafa neina tillögu um það. Það yrði útvarpsstjóri og stofnunin að gera. Forsætisráðherra var ekki viðstaddur þingfund þegar málefni fréttastofu Útvarpsins voru rædd í tvígang undir liðnum fundarstjórn forseta en beiðni um utandagskrárumræðu var hafnað. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að leynifundir nýráðsins fréttastjóra og formanns útvarpsráðs sem hefði verið upplýst um í hádegisfréttum fréttastofu Útvarpsins staðfestu að um pólitíska ráðningu væri að ræða. Kolbrún sagðist harma það að forsætisráðherra skyldi ekki hafa haft kjark til að koma á þing og svara fyrir þá ósvinnu sem ætti sér stað. Menn hefðu talað um valdarán í einni öflugustu lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að það hlyti að vera mjög erfitt að stýra þingfundum þegar í forsæti ríkistjórnarinnar væri þvílík lúpa að geta ekki mætt og skýrt málið. Hann var beðinn af forseta þingsins að gæta orða sinna í kjölfarið. Sigurjón sagðist skyldu gera það. Stjórnarandstæðingar voru mjög ósáttir við að ekki fengist utandagskrárumræða um málið. Þá var ítrekað beðið um að forsætisráðherra væri viðstaddur umræðuna en menntamálaráðherra var ekki á landinu. Enginn ráðherra var viðstaddur lengst af. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði ævintýralegt að menn stæðu frammi fyrir því hér á landi á árinu 2005 að það væri ekki frjáls fjölmiðlun í landinu heldur hið gagnstæða. „Það er gerð tilraun til flokkspólitísks valdaráns í Ríkisútvarpinu,“ sagði Steingrímur. Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Forsætisráðherra var sagður kjarklaus og kallaður lúpa fyrir að vera ekki viðstaddur umræður um fréttastofu Útvarpsins á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnarflokkana og sérlega spunakarla forsætisráðherra reyna valdarán á fréttastofunni. Forsætisráðherra sagðist ekki ætla að hafa afskipti af málinu. Aðspurður um fullyrðingar þess efnis að ráðning fréttastjóra hefði verið skipulögð í forsætisráðuneytinu sagði Halldór Ásgrímsson að hann hefði ekkert komið nálægt málinu. Þetta mál væri að sjálfsögðu unnið í útvarpinu, hjá útvarpsráði og útvarpsstjóra og í hans ráðuneyti hefðu menn ekki haft nokkur afskipti af málinu. Umræður um það hefðu verið algjörlega út í hött. Síðast hefði verið sagt aðstoðarmaður hans hefði sést með Auðuni Georg í leigubíl. Sannleikurinn væri sá að hann hefði aldrei hitt hann og aldrei talað við hann þannig að hann áttaði sig ekki á hvað væri þarna á ferðinni. Aðspurður hvort hann neitaði því að Framsóknarflokkurinn hefði talið sig eiga stöðu fréttastjóra Útvarps og leitað að manni til að gegna henni sagði Halldór að flokkurinn ætti ekki neitt í Útvarpinu frekar en aðrir og framsóknarmenn hefðu ekki leitað að neinum manni. Hins vegar mætti vel vera að innan útvarpsins hefði verið leitað að manni, hann þekkti það ekki. Aðspurður hvernig ætti nú að bregðast við þar sem Ríkisútvarpið væri nánast óstarfhæft sagði Halldór ekki gera sér grein fyrir því. Þetta yrði að leysast á vettvangi Ríkisútvarpsins eins og annarra stofnana. Sumir krefðust pólitískra afskipta af málinu en hann myndi ekki skipta sér af því. Inntur eftir því hvernig leysa ætti málið sagðist Halldór ekki hafa neina tillögu um það. Það yrði útvarpsstjóri og stofnunin að gera. Forsætisráðherra var ekki viðstaddur þingfund þegar málefni fréttastofu Útvarpsins voru rædd í tvígang undir liðnum fundarstjórn forseta en beiðni um utandagskrárumræðu var hafnað. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að leynifundir nýráðsins fréttastjóra og formanns útvarpsráðs sem hefði verið upplýst um í hádegisfréttum fréttastofu Útvarpsins staðfestu að um pólitíska ráðningu væri að ræða. Kolbrún sagðist harma það að forsætisráðherra skyldi ekki hafa haft kjark til að koma á þing og svara fyrir þá ósvinnu sem ætti sér stað. Menn hefðu talað um valdarán í einni öflugustu lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að það hlyti að vera mjög erfitt að stýra þingfundum þegar í forsæti ríkistjórnarinnar væri þvílík lúpa að geta ekki mætt og skýrt málið. Hann var beðinn af forseta þingsins að gæta orða sinna í kjölfarið. Sigurjón sagðist skyldu gera það. Stjórnarandstæðingar voru mjög ósáttir við að ekki fengist utandagskrárumræða um málið. Þá var ítrekað beðið um að forsætisráðherra væri viðstaddur umræðuna en menntamálaráðherra var ekki á landinu. Enginn ráðherra var viðstaddur lengst af. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði ævintýralegt að menn stæðu frammi fyrir því hér á landi á árinu 2005 að það væri ekki frjáls fjölmiðlun í landinu heldur hið gagnstæða. „Það er gerð tilraun til flokkspólitísks valdaráns í Ríkisútvarpinu,“ sagði Steingrímur.
Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira