Viðtalið örlagaríka 1. apríl 2005 00:01 Þegar Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins, kom til starfa í gær tók Ingimar Karl Helgason, fréttamaður Útvarpsins, viðtal við hann í hádegisfréttum. Hluti viðtalsins birtist hér: Ingimar Karl Helgason: Hefurðu átt fundi með formanni útvarpsráðs nýlega? Auðun Georg Ólafsson: Ekki nýlega nei. Ingimar: Ég hef öruggar heimildir fyrir því að þú hafir hitt hann að máli eftir hádegi í gær? Auðun Georg Ólafsson: Man nú ekki til þess. Man ekki alveg nákvæmlega hvenær það var. Ingimar: Hvað hefði verið rætt á slíkum fundi? Auðun Georg Ólafsson: Það er bara trúnaðarmál. Ingimar: Þannig að þú viðurkennir að slíkur fundur hafi verið haldinn þrátt fyrir að þú neitir því? Auðun Georg Ólafsson: Ég neitaði því ekkert að hann hafi farið fram en gef ekkert upp annað um það. Ingimar: Varstu ekki að neita því að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg Ólafsson: Fundurinn hefur verið haldinn en hann var bara trúnaðarmál. Ingimar: Hver boðaði fundinn? Auðun Georg Ólafsson: Það var bara trúnaðarmál. Ingimar: Baðst þú um fund eða formaður útvarpsráðs? Auðun Georg Ólafsson: Ég bara, nú man ég ekki, ég held að ég hafi óskað eftir þeim fundi bara til þess að meta aðstæður og fara yfir hver staðan væri hér innanhúss. Ingimar: Hver var niðurstaðan á fundinum? Auðun Georg Ólafsson: Niðurstaðan á fundinum var bara að halda sínu striki og ég veit ekki til þess að ég hafi gert neitt rangt og bara mæti hér til starfa og haldi mínu striki. Ingimar: Mætti ég þá kannski spyrja, það er nú lítið eftir af þessu, af hverju neitaðirðu því í upphafi að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg Ólafsson: Bíddu hvað áttu við? Ingimar: Ég spurði þig hvort þú hefðir átt fund í gær og þú sagðir nei. Auðun Georg Ólafsson: Mig minnti ekki hvenær nákvæmlega fundurinn fór fram. Ingimar: Þetta var í gær. Auðun Georg Ólafsson: Já, þá var hann í gær. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Þegar Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins, kom til starfa í gær tók Ingimar Karl Helgason, fréttamaður Útvarpsins, viðtal við hann í hádegisfréttum. Hluti viðtalsins birtist hér: Ingimar Karl Helgason: Hefurðu átt fundi með formanni útvarpsráðs nýlega? Auðun Georg Ólafsson: Ekki nýlega nei. Ingimar: Ég hef öruggar heimildir fyrir því að þú hafir hitt hann að máli eftir hádegi í gær? Auðun Georg Ólafsson: Man nú ekki til þess. Man ekki alveg nákvæmlega hvenær það var. Ingimar: Hvað hefði verið rætt á slíkum fundi? Auðun Georg Ólafsson: Það er bara trúnaðarmál. Ingimar: Þannig að þú viðurkennir að slíkur fundur hafi verið haldinn þrátt fyrir að þú neitir því? Auðun Georg Ólafsson: Ég neitaði því ekkert að hann hafi farið fram en gef ekkert upp annað um það. Ingimar: Varstu ekki að neita því að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg Ólafsson: Fundurinn hefur verið haldinn en hann var bara trúnaðarmál. Ingimar: Hver boðaði fundinn? Auðun Georg Ólafsson: Það var bara trúnaðarmál. Ingimar: Baðst þú um fund eða formaður útvarpsráðs? Auðun Georg Ólafsson: Ég bara, nú man ég ekki, ég held að ég hafi óskað eftir þeim fundi bara til þess að meta aðstæður og fara yfir hver staðan væri hér innanhúss. Ingimar: Hver var niðurstaðan á fundinum? Auðun Georg Ólafsson: Niðurstaðan á fundinum var bara að halda sínu striki og ég veit ekki til þess að ég hafi gert neitt rangt og bara mæti hér til starfa og haldi mínu striki. Ingimar: Mætti ég þá kannski spyrja, það er nú lítið eftir af þessu, af hverju neitaðirðu því í upphafi að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg Ólafsson: Bíddu hvað áttu við? Ingimar: Ég spurði þig hvort þú hefðir átt fund í gær og þú sagðir nei. Auðun Georg Ólafsson: Mig minnti ekki hvenær nákvæmlega fundurinn fór fram. Ingimar: Þetta var í gær. Auðun Georg Ólafsson: Já, þá var hann í gær.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira