Friðrik Páll aftur fréttastjórinn 2. apríl 2005 00:01 Ekki er ljóst hvernig staðið verður að ráðningu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki við starfi fréttastjóra hennar. Friðrik Páll Jónsson sem gegndi stöðu fréttastjóra þar til Auðun gekk í hús sest aftur við stjórnvölinn. "Bogi [Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs] hringdi í mig og bað mig að verða aftur starfandi fréttastjóri," segir Friðrik. Hann gegnir starfinu þar til mál skýrast. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í viðtali við Stöð 2 að næstu skref yrðu tekin fyrir á fundi útvarpsráðs á þriðjudag. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur sagt framhaldið vera í höndum Markúsar. Undir það tekur Pétur Gunnarsson framsóknarmaður og staðgengill Páls Magnússonar í útvarpsráði. "Útvarpsstjóri er skipaður af menntamálaráðherra og starfar í umboði hans en hvorki útvarpsráðs né starfsmanna stofnunarinnar," segir Pétur. Ingvar Sverrisson sem situr fyrir Samfylkinguna í útvarpsráði segir erfitt að átta sig á stöðunni innan fréttastofunnar þar sem hún breytist ört. Útvarpsstjóri verði að íhuga stöðu sína vel og útvarpsráð ætlar að fjalla um málið í heild á þriðjudag. "Ástandið á fréttastofunni er háalvarlegt og afskaplega erfitt tilfinningalega fyrir mjög marga, þar með talinn Auðun Georg, hina umsækjendurna og aðra starfsmenn á fréttastofunni. Ég tel að í ljósi þessa alls og vantrauststillagna á útvarpsstjóra verði menn að hugsa sinn gang. Það á ekki síst við um Markús Örn og útvarpsráð sjálft." Friðrik segir að verði staða fréttastjóra Útvarps auglýst aftur geri hann fremur ráð fyrir að sækja aftur um: "En það er augljóst að það er afskaplega leiðinleg staða að skila inn umsókn þegar allt er óbreytt hjá þeim sem eiga að fjalla um umsóknina." Ekki náðist í útvarpsstjóra. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Ekki er ljóst hvernig staðið verður að ráðningu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki við starfi fréttastjóra hennar. Friðrik Páll Jónsson sem gegndi stöðu fréttastjóra þar til Auðun gekk í hús sest aftur við stjórnvölinn. "Bogi [Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs] hringdi í mig og bað mig að verða aftur starfandi fréttastjóri," segir Friðrik. Hann gegnir starfinu þar til mál skýrast. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í viðtali við Stöð 2 að næstu skref yrðu tekin fyrir á fundi útvarpsráðs á þriðjudag. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur sagt framhaldið vera í höndum Markúsar. Undir það tekur Pétur Gunnarsson framsóknarmaður og staðgengill Páls Magnússonar í útvarpsráði. "Útvarpsstjóri er skipaður af menntamálaráðherra og starfar í umboði hans en hvorki útvarpsráðs né starfsmanna stofnunarinnar," segir Pétur. Ingvar Sverrisson sem situr fyrir Samfylkinguna í útvarpsráði segir erfitt að átta sig á stöðunni innan fréttastofunnar þar sem hún breytist ört. Útvarpsstjóri verði að íhuga stöðu sína vel og útvarpsráð ætlar að fjalla um málið í heild á þriðjudag. "Ástandið á fréttastofunni er háalvarlegt og afskaplega erfitt tilfinningalega fyrir mjög marga, þar með talinn Auðun Georg, hina umsækjendurna og aðra starfsmenn á fréttastofunni. Ég tel að í ljósi þessa alls og vantrauststillagna á útvarpsstjóra verði menn að hugsa sinn gang. Það á ekki síst við um Markús Örn og útvarpsráð sjálft." Friðrik segir að verði staða fréttastjóra Útvarps auglýst aftur geri hann fremur ráð fyrir að sækja aftur um: "En það er augljóst að það er afskaplega leiðinleg staða að skila inn umsókn þegar allt er óbreytt hjá þeim sem eiga að fjalla um umsóknina." Ekki náðist í útvarpsstjóra.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira