Harmsaga fréttastjórans á RÚV Illugi Jökulsson skrifar 5. apríl 2005 00:01 Það er réttast að gera hér upp fréttastjóramálið hjá Ríkisútvarpinu. Það var allt með hreinum ólíkindum og vonandi að friður komist nú brátt hjá þeirri góðu stofnun RÚV þótt víst sé að Markús Örn Antonsson sé enn ekki búinn að bíta úr nálinni í þessu máli – ég vík að því síðar. En reynum að gera okkur grein fyrir því hvað gerðist eiginlega í þessu máli. Laus var staða fréttastjóra hjá Ríkisútvarpinu. Nú er það mála sannast að ráðamönnum í þessu landi hefur oft sviðið það sárt að þótt þeir hafi ráðskast ósparlega með Ríkisútvarpið á undanförnum árum – og ég þarf ekkert að færa neinar sérstakar sönnur á það mál hér og nú (við vitum það öll), þótt þeir hafi sem sagt ráðskast að vild með stofnunina, þá hafa þeir aldrei náð því valdi yfir fréttastofunni sem þeir hafa viljað. Það er reyndar í sjálfu sér eitt áhyggjuefnið að ráðamenn á Íslandi í byrjun 21. aldar virðast í alvöru líta svo á að þeim beri eitthvert vald yfir fréttastofum. Það er skuggalegt hugarfar en því miður þurfum við ekki að fara í neinar grafgötur um að það er staðreynd. Eftir langa valdasetu eru forkólfar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í raun og sannleika farnir að líta svo á að þeir eigi eða ættu að minnsta kosti að hafa slíkt vald yfir fréttaflutningi. En því valdi hafa þeir aldrei náð yfir þeirri fréttastofu sem nú vantaði fréttastjóra. Og þá fóru þeir að líta í kringum sig: „Hvern viljum við sjá í þessu embætti?“ Eða réttara sagt – framsóknarmennirnir í forsætisráðuneytinu fóru að líta í kringum sig – en þeir hafa af einhverjum ástæðum litið svo á að þeir „ættu“ þetta fréttastjóraembætti – og er rótin að þeirri trú sú gamla helmingaskiptaregla sem kominn er tími til að einhver glöggur sagnfræðingur fari nú að skrifa um lærðan doðrant. Nema hvað – framsóknarmenn telja sig eiga að ráða því hver verði fréttastjóri og fara að líta í kringum sig. Ljóst er að allmargir af fremstu og reyndustu fréttamönnum Ríkisútvarpsins munu sækja um starfið. „En viljum við framsóknarmenn einhvern þeirra? Ótrúlegt nokk – nei, við framsóknarmenn viljum engan þeirra. Þeir eru mótaðir af hefðum og faglegum venjum sem fréttastofan hefur mótað í gegnum áratugina – og þótt þær hefðir og venjur hafi að vísu skilað fréttastofunni ómældu trausti landsmanna – sem aftur og aftur hefur mælst í skoðanakönnunum – þá eru þær okkur framsóknarmönnum ekki ýkja mikils virði. Okkur framsóknarmönnum þykir brýnna að snúa við blaðinu – breyta stefnu fréttastofunnar – af því okkur framsóknarmönnum finnst sem fréttastofan hafi lagt okkur í einelti síðustu árin – ásamt vissulega öðrum fjölmiðlum – en þeim fáum við víst ekki ráðið – en þarna getum við einhverju ráðið – því fréttastjórastaðan þarna hjá Ríkisútvarpinu er jú eign okkar framsóknarmanna. Skítt með það þótt við séum núna bara tíu prósenta flokkur og skítt með það þótt við höfum þurft að blöffa okkur leið í forsætisráðuneytið – við erum samt Framsóknarflokkurinn með stóru effi og eigum að fá að ráða því sem við viljum. Og ætli það hafi ekki einmitt verið einelti fréttastofu Ríkisútvarpsins sem átti einhvern þátt í að við framsóknarmenn mælumst nú gang í gang með bara eitthvað kringum tíu prósenta fylgi? Þessu þarf að breyta – fréttastofan þarf að taka upp nýja háttu – þar sem okkur framsóknarmönnum er sýnd aukin virðing og vinsemd í fréttatímum – svo þar sé ekki sífellt verið að elta uppi allskonar óþægileg mál fyrir okkur framsóknarmenn. Og nú lítum við framsóknarmenn sem sagt í kringum okkur eftir einhverjum sem gæti orðið fréttastjóri – og í stjórnarráðinu hjá okkur vinnur reyndar nýr upplýsingafulltrúi svokallaður sem heitir Steingrímur Ólafsson og það vill svo til að hann á vin sem heitir Auðun Georg Ólafsson – það er skemmtilegur strákur sem fyrrum var viðloðandi fréttastofu Stöðvar 2 í fáein ár og hefur ódrepandi áhuga á fréttum – hann er frískur og fjörlegur – gæti hann bara ekki orðið góður fréttastjóri? Hann mundi kannski ekki beinlínis taka við skipunum frá okkur úr stjórnarráðinu en ef hann yrði fréttastjóri alveg upp úr þurru – án þess það hefði í raun hvarflað að nokkrum manni að hann ætti möguleika á að hreppa þessa stöðu (þvílíkt mannval sem víst er að sæki á móti honum) þá mundi hann að minnsta kosti ekki vera með neinn sjálfkrafa uppsteyt gegn okkur framsóknarmönnum – sérstaklega ekki ef hann gerir sér ljósa grein fyrir því hverjum hann eigi starfið að þakka.“ Svo Steingrímur Ólafsson hringir í eða hittir vin sinn Auðun Georg Ólafsson og það vill svo vel til að hann hefur nýlega hálfpartinn hrökklast úr starfi hjá Marel þar sem hann hefur verið sölustjóri einhvers konar fyrir fiskvogir og flæðilínur á mörkuðum í Asíu – og er þess vegna atvinnulaus – eða farinn að fást eitthvað við að flytja út fisk til útlanda– og Steingrímur segir við vin sinn: „Heyrðu, Auðun Georg, góði vin, nú skal ég trúa þér fyrir því að ef það myndi nú hvarfla að þér að sækja um starf fréttastjóra hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins, þá skal ég lofa þér því að þú færð starfið – alveg sama hver sækir um á móti þér.“ Það er rétt að taka fram Auðun Georg mun hafa velkst í vafa rétt í byrjun. Væri það ekki einhvern veginn of ósvífið – of blatant pólitísk ráðning ef hann yrði allt í einu ráðinn fréttastjóri – maður nær reynslulaus í fréttamennsku, miðað við hámenntaða reynsluboltana hjá RÚV sem munu sækja um? En fljótlega ákvað Auðun Georg þó að slá til. Þetta var of gott tilboð til að hann gæti hafnað því – sennilega eina tækifærið sem hann fengi um ævina til að fá starf af þessu tagi – fréttastjóri – því það var ekki einu sinni víst að hann kæmi að ráði til greina í starf venjulegs fréttamanns ef hann sækti um það! Og þótt hann yrði kannski fréttamaður, þá yrði aldrei einu sinni hugsað um hann sem fréttastjóra fyrr en kannski eftir tíu tuttugu ár. En nú átti hann sem sagt bara að fá fréttastjórastarfið alveg gefins! Og jú, sagði hann að lokum; ég get ekki hafnað þessu, og ég skal sækja um – sé það öruggt ég fái djobbið. Og Steingrímur Ólafsson fullvissaði vin sinn um að það væri tryggt; hann fengi vissulega starfið. Vissulega stóðu í veginum ýmis tæknileg atriði – svo sem eins og það að Steingrímur Ólafsson ræður alls ekki í starf fréttastjóra hjá Ríkisútvarpinu – það gerir ekki einu sinni yfirmaður hans forsætisráðherrann Halldór Ásgrímsson – heldur gerir það útvarpsstjórinn Markús Örn Antonsson og ekki fyrr en eftir að hafa fengið umsögn bæði hjá útvarpsráði og yfirmanni fréttasviðsins hjá RÚV – en það er Bogi Ágústsson. En þrátt fyrir þessi tæknilegu atriði, þrátt fyrir þessa flöskuhálsa á vegi Auðuns Georgs til frama, þá taldi Steingrímur Ólafsson sig altso hafa umboð til að lofa Auðuni Georg Ólafssyni því að hann fengi starfið ef hann sækti um – þótt reynsla hans og hæfileikar allar virtust beinlínis absúrd miðað við hæfileika og reynslu þeirra sem á móti myndu sækja. Og Auðun Georg skilaði inn umsókn. Það skal tekið fram að ég leyfi mér að fullyrða (þótt ég geti vissulega ekki nefnt með nafni heimildarmenn mína) þá leyfi ég mér að fullyrða að nokkurn veginn svona hafi atburðarásin verið. Réttara sagt: svona var atburðarásin (í stórum dráttum!) – það veit ég, því það hafa sagt mér heimildarmenn sem ég tek fyllsta mark á – þótt ekki vilji þeir láta nefna sig á nafn. Og þau undur og stórmerki gerðust – að allt gekk eftir sem Steingrímur Ólafsson hafði heitið Auðun Georg vini sínum. Allt í einu spruttu upp úr skúmaskotum hinna pólitísku valdsmanna í þessu landi fjöldi manna sem hélt því fram að enginn af tíu umsækjendum væri augljóslega hæfari til að verða fréttastjóri Ríkisútvarpsins en þessi Auðun Georg Ólafsson sem fáir þekktu og enginn hafði áður vitað að hefði neitt það til brunns að bera sem gerði hann hæfari til að leiða fréttastofu Ríkisútvarpsins heldur en fólk eins og Friðrik Páll Jónsson, Jóhann Hauksson, Óðinn Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir, Arnar Páll Hauksson eða Kristín Þorsteinsdóttir – svo aðeins sex séu nefnd, en allir hinir umsækjendurnir níu höfðu raunar meiri reynslu og fjölþættari af fréttamennsku heldur en Auðun Georg Ólafsson. Og vinsældir Auðuns Georgs jukust á skömmum tíma stórlega – líka í Sjálfstæðisflokknum samkvæmt helmingaskiptareglunni. Helsti málaliði flokksforystunnar – Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður útvarpsráðs, sannfærðist í hendingskasti um yfirburði Auðuns Georgs yfir aðra umsækjendur. Sama gerðu aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði. „Já, þessi Auðun Georg, hann yrði frábær fréttastjóri, það er alveg ljóst!“ Og já, þetta varð einhvern veginn alveg óvart sameiginleg niðurstaða allra sjálfstæðismannanna í útvarpsráði – og um framsóknarmanninn þurfti náttúrlega ekki að spyrja; honum fannst kostir Auðuns Georgs ótvíræðir. Sú niðurstaða sem meirihluti útvarpsráðs þóttist svo komast að upp á sitt eindæmi, bara með því að blaða í umsóknunum og bera saman umsækjendur – hún hafði reyndar spurst út fyrirfram meðal þeirra sem þóttust innstu koppar í valdabúrum ríkisstjórnarflokkanna tveggja. Þegar menn voru að spá og spekúlera hver yrði fréttastjóri ... „Mun Friðrik Páll nokkuð koma til greina, þrátt fyrir alla sína menntun og þekkingu og reynslu, er hann ekki svo svívirðilegur kommúnisti? Jú, hann hefur örugglega lesið kommúnistaávarpið, Jesús minn almáttugur! Eða kemur reynsla Jóhanns Haukssonar af því að reka svæðisútvörp og Rás tvö honum til góða? Eða þá Óðinn Jónsson, munu ekki allir geta sætt sig við hann? Eða Kristín Þorsteinsdóttir, hvernig væri hún?“ ... En svona voru menn að spekúlera sem sé, en þeir sem þóttust þekkja best til í bakherbergjum flokkanna, þeir áttu til, töluvert áður en útvarpsráðsmenn greiddu sín atkvæði, að benda á nafn Auðuns Georgs Ólafssonar og segja sisona: „Ég veit nú ekkert hver þessi er, en vitiði til: hann verður valinn.“ Og menn hristu hausinn: „Hvaða rugl! Hvaða Auðun Georg? Þeir eru nú ekki alveg skyni skroppnir þessir menn, er það?“ En svo gekk það eftir, Auðun Georg fékk öll atkvæði ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði og af einhverjum dularfullum ástæðum greiddu stjórnarandstöðuflokkarnir ekki atkvæði. Við vitum til þess að að minnsta kosti annar Samfylkingarmaðurinn fékk upphringingu frá einum sinna félaga þar sem hart var lagt að honum að kjósa Auðun Georg. Hvort þar lá að baki eitthvert pólitískt plott millum Samfylkingar og Framsóknar (með viðkomu á Bifröst eins og hörðustu samsærismenn hafa haldið fram) eða einvörðúngu vinskapur viðkomandi samfylkingarmanns við Auðun Georg – sem virðist svo lánsamur að eiga sérlega góða vini – það veit ég ekki. Það er reyndar eitt af því í þessu einkennilega máli sem eftir er að fá skýringu á. En nema hvað – Auðun Georg fær stuðning útvarpsráðs – ótrúlegt nokk! – og síðan ræður Markús Örn hann í stöðuna. Allt gekk fram eins og Steingrímur Ólafsson hafði lofað Auðuni þegar hann hvatti vin sinn til að sækja um stöðuna. Það er því alveg sama hvað menn múðra og tuða og reyna að flækja málið. Þarna var á ferð atburðarás hönnuð í Stjórnarráðinu og endaði með ráðningu fréttastjóra hjá Ríkisútvarpinu. Nú – fréttamenn hjá RÚV trylltust auðvitað. Alveg burtséð frá hinum pólitíska vinkli málsins, þá var það auðvitað móðgun og svívirða við þá fagmennsku sem þar hefur verið iðkuð undanfarna áratugi að fá nú yfir sig reynslulítinn strák sem engin, alls engin rök, gátu hnigið til að væri á einhvern hátt hæfari eða æskilegri fréttastjóri – faglega séð - en þeir til dæmis sem Bogi Ágústsson mælti með – eða þá Kristín Þorsteinsdóttir sem ég skil reyndar ekki í af hverju Bogi mælti ekki með líka, úr því hann var að mæla með heilum fimm, en það er önnur saga. Til að réttlæta ráðninguna spruttu svo spunalæknarnir fram – Pétur Gunnarsson fulltrúi Framsóknarflokksins í útvarpsráði kom og bullaði eitthvað um að Auðun Georg væri svo flottur kostur af því hann hefði svo gífurlega reynslu af rekstri og það ætti að breyta starfi fréttastjórans meira í þá átt að verða einhvers konar rekstrarstjóri fréttastofunnar – frekar en hann eigi fyrst og fremst að bera ritstjórnarlega ábyrgð. Það var svo fljótlega rekið oní Pétur, enda bara augljós tilbúningur – ekki stóðu til neinar breytingar á fréttastjórastarfinu. Og brigður voru reyndar líka bornar á hver væri í reynd hin mikilvæga ábyrgð og reynsla Auðuns Georgs af rekstrinum hjá Marel. Þá var farið að fimbulfamba um að hann væri besti kosturinn af því hann kæmi utan frá – myndi færa fréttastofunni nýtt blóð – eins og þar hafi verið eitthvað mikið að, þvert oní skoðanakannanir sem alltaf höfðu sýnt mikið traust landsmanna á þessari fréttastofu – og enn fremur var það um síðir orðinn hans helsti kostur að hann væri einfaldlega svo eldklár, uppfullur af nýjum hugmyndum um hvernig fréttirnar gætu höfðað til yngri kynslóðanna – því hann væri svo ungur og ferskur. En það kom svo því miður í ljós að þvert oní það sem allir hinir góðu vinir Auðuns Georgs héldu fram – að burtséð frá pólitík eða ekki pólitík, reynslu eða ekki reynslu, þá væri hann bara svo hæfileikaríkur piltur að hann myndi hvað sem á undan væri gengið eflaust standa sig frábærlega sem fréttastjóri -- þá kom semsagt fljótt í ljós að þvert oní það hafði hann greinilega ekki hæfileika í þetta starf. Mér er ekkert kappsmál að gera lítið úr Auðuni Georg persónulega, eða snúa hnífnum í sári hans eftir hremmingarnar fyrsta apríl, en af því málið snertir þrátt fyrir allt fleiri en hann sjálfan, þá verður ekki hjá því komist að setja hér á soldið syndaregistur hins nýja fréttastjóra. Í fyrsta lagi fór hann í felur eftir að hafa verið ráðinn – kom lítt eða ekki fram opinberlega – lagði sig á engan hátt fram um að kynna sig eða þær hugmyndir sem hann kann að hafa haft um fréttastofu Ríkisútvarpsins – hvorki fyrir fréttamönnum á RÚV né almenningi í þessu landi. Hann ýtti semsagt undir það með allri sinni hegðun að hann væri einhvers konar baktjaldamaður; kynni best við sig í hinum reykfylltu bakherbergjum spunalæknanna sem höfðu beitt sér fyrir ráðningu hans og gengu nú maður undir manns hönd við að réttlæta hana. Og Auðun Georg treysti sér ekki til að hefja störf fyrr en bæði Markús Örn og Bogi Ágústsson væru komnir til starfa eftir utanlandsferðir og gætu haldið í höndina á honum. Bogi hafði náttúrlega ekki mælt með Auðuni Georg og var væntanlega á móti ráðningu hans en Bopi er líka maður sem hefur reynt sitt af hverju í lífinu og mátti treysta til að taka kurteislega á móti nýliðanum. Í öðru lagi fór Auðun Georg eins og frægt er orðið á fund Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar formanns útvarpsráðs daginn áður en hann skyldi taka til starfa. Þar varð niðurstaða þeirra – eins og Ingimar Karl Helgason dró með töngum uppúr Auðuni daginn eftir – að Auðun skyldi „halda sínu striki“ og mæta til vinnu. Allt gott og blessað við fyrstu sýn, nema hvað pólíski málaliðinn Gunnlaugur Sævar var bara óvart ekki maðurinn til að tala við við þessar aðstæður – framgangur mála á fréttastofunni átti ekki að koma honum neitt frekar við og Auðun Georg átti alls ekki að fá einhvers konar blessun hans við upphaf starfa sinna. Að Auðun Georg skyldi gera það sýnir hversu fúslega hann gekkst inná að vera einhvers konar pólitískur útsendari á fréttastofuna, frekar en fagmaður. Í þriðja lagi var alveg ótrúlega heimskulegt – já, heimskulegt – að ganga inná fréttastofuna á sínum fyrsta starfsdegi og halda ræðu um að þeir skyldu drulla sér sem ekki gætu hugsað sér að vinna undir hans stjórn (hann tók ekki svona til orða en þetta var meiningin) en hinum yrði umbunað sem gengju í hans lið (væntanlega með launahækkun) – og áréttaði hversu lítið hann sæi eftir þeim starfsmönnum sem kynnu að hætta með því að þykjast hafa í bakhöndinni knáan flokk fréttamanna sem reiðubúnir væru til að koma til starfa. Vissulega hafði hann boðið ýmsum fréttahaukum vinnu og það á hærra kaupi en tíðkast hefur hjá Ríkisútvarpinu – til þess hafði hann reyndar ekkert umboð því fréttastjóri ræður ekki fólk, allra síst á hærri töxtum en tíðkast hjá ríkinu – þetta voru enn ein mistök Auðuns Georgs – en verra var samt taktleysi hans í þessari ræðu. Þetta var eiginlega það vitlausasta sem hann gat gert í stöðunni. Í stað þess að ganga inn á fréttastofuna með útrétta sáttahönd, þá hljómar þetta – já, það hljómar þannig – eins og í senn: hótun og tilboð um hálfgerðar mútur, ef menn vildu vera þægir. Nú kann að vera að Auðun hafi alls ekki haldið þessa ræðu innblásinn af Machiavelli og kenningum hans, heldur bara komið hlutunum svona illa út úr sér af tómum klaufaskap. En það skiptir líka máli hvernig menn segja hlutina – ekki bara hvað menn meina – og þetta var enn eitt dæmið um að blessaður Auðun Georg var kominn í djobb sem hann réði ekki við. Viðtalið fræga sem Ingimar Karl tók við hann var svo eins og fáránlegt deux ex maskína; eins og Guð hefði stigið niður úr vélinni og fengið Auðun Georg til að fremja prófessjónelt sjálfsmorð með idjótískri tilraun sinni til að ljúga að undirmanni sínum í opinberu viðtali á sínum fyrsta degi í starfi. Það var næstum eins og Guð hefði tekið ráðin af Auðuni Georg og hvíslað í eyra hans: „Bittu bara endi á þetta, vinur minn – gerðu einhverja nógu glæsilega bommertu og þá getur þessu lokið!“ En þó lauk því ekki fyrr en Auðun Georg hafði lagt fyrir fólk enn eina sönnun þess að hann var vitlaus maður í þetta starf – með yfirlýsingu sinni þar sem hann kvaðst hættur við að taka við starfinu. Í stað þess að viðurkenna mistök sín hreinskilnislega og kveðja kurteislega svo hann héldi þó einhverju eftir af virðingu sinni – þá var yfirlýsingin eitt samansúrrað væl þar sem öllum var kennt um ófarir hans nema honum sjálfum. En þeim mun undarlegra að Markús Örn Antonsson skyldi taka þann kost að samsinna vælinu í Auðuni Georg þegar leitað var viðbragða hans. Í stað þess að segja eitthvað á þá leið: „Úbs, vissulega gerði nýi fréttastjórinn hörmuleg og óskiljanleg mistök með þessu undarlega viðtali, en hann er maður að meiri að viðurkenna þau þó þrátt fyrir allt með því að segja núna strax af sér ...“ Þetta hefði Markús Örn getað sagt en í staðinn tók hann undir vælið í Auðuni Georg með fráleitum fullyrðingum um að vissulega hefði fréttastofan og fréttamaðurinn hagað viðtalinu á óeðlilegan hátt – „gengið furðu langt“ eins og hann orðaði það um sjálfsagða löngun fréttamannsins til að vita hvort viðmælandinn væri að ljúga að sér. Þessi viðbrögð mundi ég segja að hefði átt að verða eins og síðasti naglinn í kistu Markúsar Arnar sem útvarpsstjóra – jafnvel á þessari stundu gat hann ekki stillt sig um að sparka í starfsmenn sína – og ef ég væri starfsmaður RÚV mundi ég ekki taka minnsta mark á þeirri tilraun hans til að sleikja sig aftur upp við starfsmennina sem fólst í að ráða Óðin Jónsson strax í gærdag í hið lausa starf fréttastjóra. Það virðist reyndar óneitanlega hafa friðað Óðin sem „gekk furðu langt“ í að bera blak af Markúsi Erni í viðtalinu hér á Talstöðinni áðan. En Markús Örn hefur ítrekað gert upp á bak eins og börnin segja í þessu máli, og viðbrögð hans við yfirlýsingu Auðuns Georgs voru enn ein slík aðgerð ... eða hvað á að kalla það. Ég ítreka, ég rek hér ekki harmsögu fréttastjórans fyrrverandi til að gera enn minna úr Auðuni Georg en orðið er – þessu verður hins vegar að halda til haga því nú verða þeir sem ráða vildu Auðun Georg í starfið að svara því hvernig þeir gátu hugsað sér að setja yfir hina virtu en viðkvæmu fréttastofu Ríkisútvarpsins mann sem svo augljóslega var alls ekki til þess hæfur – úr því hann féll svo rækilega á hverju einasta prófi sem hann tók – og ekki einu sinni fallinn með fjóra komma níu, heldur bara hreint og klárt núll. Hverra hagsmunir réðu ferðinni með þessu uppátæki? – úr því fenginn var til verksins maður sem kann að vera góður félagi og skemmtilegur tappi en allir þessir vinir hans hefðu átt að sjá að þeir væru að reisa honum hurðarás um öxl – svo gersamlega sem hann klúðraði öllum sínum málum þegar málið var farið að stað. Allt þetta mál er náttúrlega fyrst og fremst dæmi um hvernig komið er í íslensku stjórnkerfi - á valdatíma Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Valdaflokkarnir eru farnir að líta á það sem svo eðlilegan hlut að þeirra sé mátturinn og dýrðin, að það hvarflar ekki lengur að þeim að það þurfi að fara að gömlum grundvallarreglum um fagmennsku, sanngirni og skikkanlegan málatilbúnað. „Þarna er laus staða, þá skulum við setja í hana okkar mann – skítt og laggó hver staðan er og hverjir passa í hana – okkar maður skal það vera.“ Ég þarf ekki að rekja hér stöðuveitingaannál ríkisstjórnarflokkanna síðustu árin – það má þó koma fram að heldur finnst mér þær hallærislegar raddirnar, sem maður heyrir úr Sjálfstæðisflokknum upp á síðkastið að þar séu menn búnir að fá nóg af aðgangshörkunni í Framsókn í þessum efnum, þótt þeir sjálfstæðismenn viðurkenni að hafa leyft Framsóknarflokknum að ráða í Auðunar-málinu-Georgs; því það er jú Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur gengið á undan með ófögru fordæmi – eins og margar ráðningar hjá Ríkisútvarpinu og segjum bara Hæstarétti eru hörmuleg dæmi um. Guðmundur Andri Thorsson kallar þetta því hógværa nafni „átakastjórnmál“ í Fréttablaðinu í dag: „Þegar menn sem komist hafa í valdastöðu fyrir atbeina stjórnmálaflokka ákveða að fara sínu fram án tillits til sjónarmiða þess fólk sem málin varða hverju sinni, og sé almenn adnstaða við einhverja tiltekna málsmeðferð skuli hún að engu höfð en málið keyrt af orrorsi í gegn til þess að sýna styrk sinn í eitt skipti fyrir öll.“ Og Guðmundur Andri er viss um að fáránleiki fréttastjóramálsins og endalok þess séu til vitnis um að nú sé þessum tíma „átakastjórnmála“ lokið. Ég vona náttúrlega að svo sé – en mikið er ég þó voðalega hræddur um að þetta séu ekki endalokin. En eins og Churchill sagði eftir langþráðan sigur Breta við El Alamein: „Þetta eru ekki endalokin. Þetta er ekki einu sinni upphafið á endalokunum. En þetta gætu þó verið endalok upphafsins.“ Illugi Jökulsson - illugi@talstodin.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Á kassanum Illugi Jökulsson Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er réttast að gera hér upp fréttastjóramálið hjá Ríkisútvarpinu. Það var allt með hreinum ólíkindum og vonandi að friður komist nú brátt hjá þeirri góðu stofnun RÚV þótt víst sé að Markús Örn Antonsson sé enn ekki búinn að bíta úr nálinni í þessu máli – ég vík að því síðar. En reynum að gera okkur grein fyrir því hvað gerðist eiginlega í þessu máli. Laus var staða fréttastjóra hjá Ríkisútvarpinu. Nú er það mála sannast að ráðamönnum í þessu landi hefur oft sviðið það sárt að þótt þeir hafi ráðskast ósparlega með Ríkisútvarpið á undanförnum árum – og ég þarf ekkert að færa neinar sérstakar sönnur á það mál hér og nú (við vitum það öll), þótt þeir hafi sem sagt ráðskast að vild með stofnunina, þá hafa þeir aldrei náð því valdi yfir fréttastofunni sem þeir hafa viljað. Það er reyndar í sjálfu sér eitt áhyggjuefnið að ráðamenn á Íslandi í byrjun 21. aldar virðast í alvöru líta svo á að þeim beri eitthvert vald yfir fréttastofum. Það er skuggalegt hugarfar en því miður þurfum við ekki að fara í neinar grafgötur um að það er staðreynd. Eftir langa valdasetu eru forkólfar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í raun og sannleika farnir að líta svo á að þeir eigi eða ættu að minnsta kosti að hafa slíkt vald yfir fréttaflutningi. En því valdi hafa þeir aldrei náð yfir þeirri fréttastofu sem nú vantaði fréttastjóra. Og þá fóru þeir að líta í kringum sig: „Hvern viljum við sjá í þessu embætti?“ Eða réttara sagt – framsóknarmennirnir í forsætisráðuneytinu fóru að líta í kringum sig – en þeir hafa af einhverjum ástæðum litið svo á að þeir „ættu“ þetta fréttastjóraembætti – og er rótin að þeirri trú sú gamla helmingaskiptaregla sem kominn er tími til að einhver glöggur sagnfræðingur fari nú að skrifa um lærðan doðrant. Nema hvað – framsóknarmenn telja sig eiga að ráða því hver verði fréttastjóri og fara að líta í kringum sig. Ljóst er að allmargir af fremstu og reyndustu fréttamönnum Ríkisútvarpsins munu sækja um starfið. „En viljum við framsóknarmenn einhvern þeirra? Ótrúlegt nokk – nei, við framsóknarmenn viljum engan þeirra. Þeir eru mótaðir af hefðum og faglegum venjum sem fréttastofan hefur mótað í gegnum áratugina – og þótt þær hefðir og venjur hafi að vísu skilað fréttastofunni ómældu trausti landsmanna – sem aftur og aftur hefur mælst í skoðanakönnunum – þá eru þær okkur framsóknarmönnum ekki ýkja mikils virði. Okkur framsóknarmönnum þykir brýnna að snúa við blaðinu – breyta stefnu fréttastofunnar – af því okkur framsóknarmönnum finnst sem fréttastofan hafi lagt okkur í einelti síðustu árin – ásamt vissulega öðrum fjölmiðlum – en þeim fáum við víst ekki ráðið – en þarna getum við einhverju ráðið – því fréttastjórastaðan þarna hjá Ríkisútvarpinu er jú eign okkar framsóknarmanna. Skítt með það þótt við séum núna bara tíu prósenta flokkur og skítt með það þótt við höfum þurft að blöffa okkur leið í forsætisráðuneytið – við erum samt Framsóknarflokkurinn með stóru effi og eigum að fá að ráða því sem við viljum. Og ætli það hafi ekki einmitt verið einelti fréttastofu Ríkisútvarpsins sem átti einhvern þátt í að við framsóknarmenn mælumst nú gang í gang með bara eitthvað kringum tíu prósenta fylgi? Þessu þarf að breyta – fréttastofan þarf að taka upp nýja háttu – þar sem okkur framsóknarmönnum er sýnd aukin virðing og vinsemd í fréttatímum – svo þar sé ekki sífellt verið að elta uppi allskonar óþægileg mál fyrir okkur framsóknarmenn. Og nú lítum við framsóknarmenn sem sagt í kringum okkur eftir einhverjum sem gæti orðið fréttastjóri – og í stjórnarráðinu hjá okkur vinnur reyndar nýr upplýsingafulltrúi svokallaður sem heitir Steingrímur Ólafsson og það vill svo til að hann á vin sem heitir Auðun Georg Ólafsson – það er skemmtilegur strákur sem fyrrum var viðloðandi fréttastofu Stöðvar 2 í fáein ár og hefur ódrepandi áhuga á fréttum – hann er frískur og fjörlegur – gæti hann bara ekki orðið góður fréttastjóri? Hann mundi kannski ekki beinlínis taka við skipunum frá okkur úr stjórnarráðinu en ef hann yrði fréttastjóri alveg upp úr þurru – án þess það hefði í raun hvarflað að nokkrum manni að hann ætti möguleika á að hreppa þessa stöðu (þvílíkt mannval sem víst er að sæki á móti honum) þá mundi hann að minnsta kosti ekki vera með neinn sjálfkrafa uppsteyt gegn okkur framsóknarmönnum – sérstaklega ekki ef hann gerir sér ljósa grein fyrir því hverjum hann eigi starfið að þakka.“ Svo Steingrímur Ólafsson hringir í eða hittir vin sinn Auðun Georg Ólafsson og það vill svo vel til að hann hefur nýlega hálfpartinn hrökklast úr starfi hjá Marel þar sem hann hefur verið sölustjóri einhvers konar fyrir fiskvogir og flæðilínur á mörkuðum í Asíu – og er þess vegna atvinnulaus – eða farinn að fást eitthvað við að flytja út fisk til útlanda– og Steingrímur segir við vin sinn: „Heyrðu, Auðun Georg, góði vin, nú skal ég trúa þér fyrir því að ef það myndi nú hvarfla að þér að sækja um starf fréttastjóra hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins, þá skal ég lofa þér því að þú færð starfið – alveg sama hver sækir um á móti þér.“ Það er rétt að taka fram Auðun Georg mun hafa velkst í vafa rétt í byrjun. Væri það ekki einhvern veginn of ósvífið – of blatant pólitísk ráðning ef hann yrði allt í einu ráðinn fréttastjóri – maður nær reynslulaus í fréttamennsku, miðað við hámenntaða reynsluboltana hjá RÚV sem munu sækja um? En fljótlega ákvað Auðun Georg þó að slá til. Þetta var of gott tilboð til að hann gæti hafnað því – sennilega eina tækifærið sem hann fengi um ævina til að fá starf af þessu tagi – fréttastjóri – því það var ekki einu sinni víst að hann kæmi að ráði til greina í starf venjulegs fréttamanns ef hann sækti um það! Og þótt hann yrði kannski fréttamaður, þá yrði aldrei einu sinni hugsað um hann sem fréttastjóra fyrr en kannski eftir tíu tuttugu ár. En nú átti hann sem sagt bara að fá fréttastjórastarfið alveg gefins! Og jú, sagði hann að lokum; ég get ekki hafnað þessu, og ég skal sækja um – sé það öruggt ég fái djobbið. Og Steingrímur Ólafsson fullvissaði vin sinn um að það væri tryggt; hann fengi vissulega starfið. Vissulega stóðu í veginum ýmis tæknileg atriði – svo sem eins og það að Steingrímur Ólafsson ræður alls ekki í starf fréttastjóra hjá Ríkisútvarpinu – það gerir ekki einu sinni yfirmaður hans forsætisráðherrann Halldór Ásgrímsson – heldur gerir það útvarpsstjórinn Markús Örn Antonsson og ekki fyrr en eftir að hafa fengið umsögn bæði hjá útvarpsráði og yfirmanni fréttasviðsins hjá RÚV – en það er Bogi Ágústsson. En þrátt fyrir þessi tæknilegu atriði, þrátt fyrir þessa flöskuhálsa á vegi Auðuns Georgs til frama, þá taldi Steingrímur Ólafsson sig altso hafa umboð til að lofa Auðuni Georg Ólafssyni því að hann fengi starfið ef hann sækti um – þótt reynsla hans og hæfileikar allar virtust beinlínis absúrd miðað við hæfileika og reynslu þeirra sem á móti myndu sækja. Og Auðun Georg skilaði inn umsókn. Það skal tekið fram að ég leyfi mér að fullyrða (þótt ég geti vissulega ekki nefnt með nafni heimildarmenn mína) þá leyfi ég mér að fullyrða að nokkurn veginn svona hafi atburðarásin verið. Réttara sagt: svona var atburðarásin (í stórum dráttum!) – það veit ég, því það hafa sagt mér heimildarmenn sem ég tek fyllsta mark á – þótt ekki vilji þeir láta nefna sig á nafn. Og þau undur og stórmerki gerðust – að allt gekk eftir sem Steingrímur Ólafsson hafði heitið Auðun Georg vini sínum. Allt í einu spruttu upp úr skúmaskotum hinna pólitísku valdsmanna í þessu landi fjöldi manna sem hélt því fram að enginn af tíu umsækjendum væri augljóslega hæfari til að verða fréttastjóri Ríkisútvarpsins en þessi Auðun Georg Ólafsson sem fáir þekktu og enginn hafði áður vitað að hefði neitt það til brunns að bera sem gerði hann hæfari til að leiða fréttastofu Ríkisútvarpsins heldur en fólk eins og Friðrik Páll Jónsson, Jóhann Hauksson, Óðinn Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir, Arnar Páll Hauksson eða Kristín Þorsteinsdóttir – svo aðeins sex séu nefnd, en allir hinir umsækjendurnir níu höfðu raunar meiri reynslu og fjölþættari af fréttamennsku heldur en Auðun Georg Ólafsson. Og vinsældir Auðuns Georgs jukust á skömmum tíma stórlega – líka í Sjálfstæðisflokknum samkvæmt helmingaskiptareglunni. Helsti málaliði flokksforystunnar – Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður útvarpsráðs, sannfærðist í hendingskasti um yfirburði Auðuns Georgs yfir aðra umsækjendur. Sama gerðu aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði. „Já, þessi Auðun Georg, hann yrði frábær fréttastjóri, það er alveg ljóst!“ Og já, þetta varð einhvern veginn alveg óvart sameiginleg niðurstaða allra sjálfstæðismannanna í útvarpsráði – og um framsóknarmanninn þurfti náttúrlega ekki að spyrja; honum fannst kostir Auðuns Georgs ótvíræðir. Sú niðurstaða sem meirihluti útvarpsráðs þóttist svo komast að upp á sitt eindæmi, bara með því að blaða í umsóknunum og bera saman umsækjendur – hún hafði reyndar spurst út fyrirfram meðal þeirra sem þóttust innstu koppar í valdabúrum ríkisstjórnarflokkanna tveggja. Þegar menn voru að spá og spekúlera hver yrði fréttastjóri ... „Mun Friðrik Páll nokkuð koma til greina, þrátt fyrir alla sína menntun og þekkingu og reynslu, er hann ekki svo svívirðilegur kommúnisti? Jú, hann hefur örugglega lesið kommúnistaávarpið, Jesús minn almáttugur! Eða kemur reynsla Jóhanns Haukssonar af því að reka svæðisútvörp og Rás tvö honum til góða? Eða þá Óðinn Jónsson, munu ekki allir geta sætt sig við hann? Eða Kristín Þorsteinsdóttir, hvernig væri hún?“ ... En svona voru menn að spekúlera sem sé, en þeir sem þóttust þekkja best til í bakherbergjum flokkanna, þeir áttu til, töluvert áður en útvarpsráðsmenn greiddu sín atkvæði, að benda á nafn Auðuns Georgs Ólafssonar og segja sisona: „Ég veit nú ekkert hver þessi er, en vitiði til: hann verður valinn.“ Og menn hristu hausinn: „Hvaða rugl! Hvaða Auðun Georg? Þeir eru nú ekki alveg skyni skroppnir þessir menn, er það?“ En svo gekk það eftir, Auðun Georg fékk öll atkvæði ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði og af einhverjum dularfullum ástæðum greiddu stjórnarandstöðuflokkarnir ekki atkvæði. Við vitum til þess að að minnsta kosti annar Samfylkingarmaðurinn fékk upphringingu frá einum sinna félaga þar sem hart var lagt að honum að kjósa Auðun Georg. Hvort þar lá að baki eitthvert pólitískt plott millum Samfylkingar og Framsóknar (með viðkomu á Bifröst eins og hörðustu samsærismenn hafa haldið fram) eða einvörðúngu vinskapur viðkomandi samfylkingarmanns við Auðun Georg – sem virðist svo lánsamur að eiga sérlega góða vini – það veit ég ekki. Það er reyndar eitt af því í þessu einkennilega máli sem eftir er að fá skýringu á. En nema hvað – Auðun Georg fær stuðning útvarpsráðs – ótrúlegt nokk! – og síðan ræður Markús Örn hann í stöðuna. Allt gekk fram eins og Steingrímur Ólafsson hafði lofað Auðuni þegar hann hvatti vin sinn til að sækja um stöðuna. Það er því alveg sama hvað menn múðra og tuða og reyna að flækja málið. Þarna var á ferð atburðarás hönnuð í Stjórnarráðinu og endaði með ráðningu fréttastjóra hjá Ríkisútvarpinu. Nú – fréttamenn hjá RÚV trylltust auðvitað. Alveg burtséð frá hinum pólitíska vinkli málsins, þá var það auðvitað móðgun og svívirða við þá fagmennsku sem þar hefur verið iðkuð undanfarna áratugi að fá nú yfir sig reynslulítinn strák sem engin, alls engin rök, gátu hnigið til að væri á einhvern hátt hæfari eða æskilegri fréttastjóri – faglega séð - en þeir til dæmis sem Bogi Ágústsson mælti með – eða þá Kristín Þorsteinsdóttir sem ég skil reyndar ekki í af hverju Bogi mælti ekki með líka, úr því hann var að mæla með heilum fimm, en það er önnur saga. Til að réttlæta ráðninguna spruttu svo spunalæknarnir fram – Pétur Gunnarsson fulltrúi Framsóknarflokksins í útvarpsráði kom og bullaði eitthvað um að Auðun Georg væri svo flottur kostur af því hann hefði svo gífurlega reynslu af rekstri og það ætti að breyta starfi fréttastjórans meira í þá átt að verða einhvers konar rekstrarstjóri fréttastofunnar – frekar en hann eigi fyrst og fremst að bera ritstjórnarlega ábyrgð. Það var svo fljótlega rekið oní Pétur, enda bara augljós tilbúningur – ekki stóðu til neinar breytingar á fréttastjórastarfinu. Og brigður voru reyndar líka bornar á hver væri í reynd hin mikilvæga ábyrgð og reynsla Auðuns Georgs af rekstrinum hjá Marel. Þá var farið að fimbulfamba um að hann væri besti kosturinn af því hann kæmi utan frá – myndi færa fréttastofunni nýtt blóð – eins og þar hafi verið eitthvað mikið að, þvert oní skoðanakannanir sem alltaf höfðu sýnt mikið traust landsmanna á þessari fréttastofu – og enn fremur var það um síðir orðinn hans helsti kostur að hann væri einfaldlega svo eldklár, uppfullur af nýjum hugmyndum um hvernig fréttirnar gætu höfðað til yngri kynslóðanna – því hann væri svo ungur og ferskur. En það kom svo því miður í ljós að þvert oní það sem allir hinir góðu vinir Auðuns Georgs héldu fram – að burtséð frá pólitík eða ekki pólitík, reynslu eða ekki reynslu, þá væri hann bara svo hæfileikaríkur piltur að hann myndi hvað sem á undan væri gengið eflaust standa sig frábærlega sem fréttastjóri -- þá kom semsagt fljótt í ljós að þvert oní það hafði hann greinilega ekki hæfileika í þetta starf. Mér er ekkert kappsmál að gera lítið úr Auðuni Georg persónulega, eða snúa hnífnum í sári hans eftir hremmingarnar fyrsta apríl, en af því málið snertir þrátt fyrir allt fleiri en hann sjálfan, þá verður ekki hjá því komist að setja hér á soldið syndaregistur hins nýja fréttastjóra. Í fyrsta lagi fór hann í felur eftir að hafa verið ráðinn – kom lítt eða ekki fram opinberlega – lagði sig á engan hátt fram um að kynna sig eða þær hugmyndir sem hann kann að hafa haft um fréttastofu Ríkisútvarpsins – hvorki fyrir fréttamönnum á RÚV né almenningi í þessu landi. Hann ýtti semsagt undir það með allri sinni hegðun að hann væri einhvers konar baktjaldamaður; kynni best við sig í hinum reykfylltu bakherbergjum spunalæknanna sem höfðu beitt sér fyrir ráðningu hans og gengu nú maður undir manns hönd við að réttlæta hana. Og Auðun Georg treysti sér ekki til að hefja störf fyrr en bæði Markús Örn og Bogi Ágústsson væru komnir til starfa eftir utanlandsferðir og gætu haldið í höndina á honum. Bogi hafði náttúrlega ekki mælt með Auðuni Georg og var væntanlega á móti ráðningu hans en Bopi er líka maður sem hefur reynt sitt af hverju í lífinu og mátti treysta til að taka kurteislega á móti nýliðanum. Í öðru lagi fór Auðun Georg eins og frægt er orðið á fund Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar formanns útvarpsráðs daginn áður en hann skyldi taka til starfa. Þar varð niðurstaða þeirra – eins og Ingimar Karl Helgason dró með töngum uppúr Auðuni daginn eftir – að Auðun skyldi „halda sínu striki“ og mæta til vinnu. Allt gott og blessað við fyrstu sýn, nema hvað pólíski málaliðinn Gunnlaugur Sævar var bara óvart ekki maðurinn til að tala við við þessar aðstæður – framgangur mála á fréttastofunni átti ekki að koma honum neitt frekar við og Auðun Georg átti alls ekki að fá einhvers konar blessun hans við upphaf starfa sinna. Að Auðun Georg skyldi gera það sýnir hversu fúslega hann gekkst inná að vera einhvers konar pólitískur útsendari á fréttastofuna, frekar en fagmaður. Í þriðja lagi var alveg ótrúlega heimskulegt – já, heimskulegt – að ganga inná fréttastofuna á sínum fyrsta starfsdegi og halda ræðu um að þeir skyldu drulla sér sem ekki gætu hugsað sér að vinna undir hans stjórn (hann tók ekki svona til orða en þetta var meiningin) en hinum yrði umbunað sem gengju í hans lið (væntanlega með launahækkun) – og áréttaði hversu lítið hann sæi eftir þeim starfsmönnum sem kynnu að hætta með því að þykjast hafa í bakhöndinni knáan flokk fréttamanna sem reiðubúnir væru til að koma til starfa. Vissulega hafði hann boðið ýmsum fréttahaukum vinnu og það á hærra kaupi en tíðkast hefur hjá Ríkisútvarpinu – til þess hafði hann reyndar ekkert umboð því fréttastjóri ræður ekki fólk, allra síst á hærri töxtum en tíðkast hjá ríkinu – þetta voru enn ein mistök Auðuns Georgs – en verra var samt taktleysi hans í þessari ræðu. Þetta var eiginlega það vitlausasta sem hann gat gert í stöðunni. Í stað þess að ganga inn á fréttastofuna með útrétta sáttahönd, þá hljómar þetta – já, það hljómar þannig – eins og í senn: hótun og tilboð um hálfgerðar mútur, ef menn vildu vera þægir. Nú kann að vera að Auðun hafi alls ekki haldið þessa ræðu innblásinn af Machiavelli og kenningum hans, heldur bara komið hlutunum svona illa út úr sér af tómum klaufaskap. En það skiptir líka máli hvernig menn segja hlutina – ekki bara hvað menn meina – og þetta var enn eitt dæmið um að blessaður Auðun Georg var kominn í djobb sem hann réði ekki við. Viðtalið fræga sem Ingimar Karl tók við hann var svo eins og fáránlegt deux ex maskína; eins og Guð hefði stigið niður úr vélinni og fengið Auðun Georg til að fremja prófessjónelt sjálfsmorð með idjótískri tilraun sinni til að ljúga að undirmanni sínum í opinberu viðtali á sínum fyrsta degi í starfi. Það var næstum eins og Guð hefði tekið ráðin af Auðuni Georg og hvíslað í eyra hans: „Bittu bara endi á þetta, vinur minn – gerðu einhverja nógu glæsilega bommertu og þá getur þessu lokið!“ En þó lauk því ekki fyrr en Auðun Georg hafði lagt fyrir fólk enn eina sönnun þess að hann var vitlaus maður í þetta starf – með yfirlýsingu sinni þar sem hann kvaðst hættur við að taka við starfinu. Í stað þess að viðurkenna mistök sín hreinskilnislega og kveðja kurteislega svo hann héldi þó einhverju eftir af virðingu sinni – þá var yfirlýsingin eitt samansúrrað væl þar sem öllum var kennt um ófarir hans nema honum sjálfum. En þeim mun undarlegra að Markús Örn Antonsson skyldi taka þann kost að samsinna vælinu í Auðuni Georg þegar leitað var viðbragða hans. Í stað þess að segja eitthvað á þá leið: „Úbs, vissulega gerði nýi fréttastjórinn hörmuleg og óskiljanleg mistök með þessu undarlega viðtali, en hann er maður að meiri að viðurkenna þau þó þrátt fyrir allt með því að segja núna strax af sér ...“ Þetta hefði Markús Örn getað sagt en í staðinn tók hann undir vælið í Auðuni Georg með fráleitum fullyrðingum um að vissulega hefði fréttastofan og fréttamaðurinn hagað viðtalinu á óeðlilegan hátt – „gengið furðu langt“ eins og hann orðaði það um sjálfsagða löngun fréttamannsins til að vita hvort viðmælandinn væri að ljúga að sér. Þessi viðbrögð mundi ég segja að hefði átt að verða eins og síðasti naglinn í kistu Markúsar Arnar sem útvarpsstjóra – jafnvel á þessari stundu gat hann ekki stillt sig um að sparka í starfsmenn sína – og ef ég væri starfsmaður RÚV mundi ég ekki taka minnsta mark á þeirri tilraun hans til að sleikja sig aftur upp við starfsmennina sem fólst í að ráða Óðin Jónsson strax í gærdag í hið lausa starf fréttastjóra. Það virðist reyndar óneitanlega hafa friðað Óðin sem „gekk furðu langt“ í að bera blak af Markúsi Erni í viðtalinu hér á Talstöðinni áðan. En Markús Örn hefur ítrekað gert upp á bak eins og börnin segja í þessu máli, og viðbrögð hans við yfirlýsingu Auðuns Georgs voru enn ein slík aðgerð ... eða hvað á að kalla það. Ég ítreka, ég rek hér ekki harmsögu fréttastjórans fyrrverandi til að gera enn minna úr Auðuni Georg en orðið er – þessu verður hins vegar að halda til haga því nú verða þeir sem ráða vildu Auðun Georg í starfið að svara því hvernig þeir gátu hugsað sér að setja yfir hina virtu en viðkvæmu fréttastofu Ríkisútvarpsins mann sem svo augljóslega var alls ekki til þess hæfur – úr því hann féll svo rækilega á hverju einasta prófi sem hann tók – og ekki einu sinni fallinn með fjóra komma níu, heldur bara hreint og klárt núll. Hverra hagsmunir réðu ferðinni með þessu uppátæki? – úr því fenginn var til verksins maður sem kann að vera góður félagi og skemmtilegur tappi en allir þessir vinir hans hefðu átt að sjá að þeir væru að reisa honum hurðarás um öxl – svo gersamlega sem hann klúðraði öllum sínum málum þegar málið var farið að stað. Allt þetta mál er náttúrlega fyrst og fremst dæmi um hvernig komið er í íslensku stjórnkerfi - á valdatíma Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Valdaflokkarnir eru farnir að líta á það sem svo eðlilegan hlut að þeirra sé mátturinn og dýrðin, að það hvarflar ekki lengur að þeim að það þurfi að fara að gömlum grundvallarreglum um fagmennsku, sanngirni og skikkanlegan málatilbúnað. „Þarna er laus staða, þá skulum við setja í hana okkar mann – skítt og laggó hver staðan er og hverjir passa í hana – okkar maður skal það vera.“ Ég þarf ekki að rekja hér stöðuveitingaannál ríkisstjórnarflokkanna síðustu árin – það má þó koma fram að heldur finnst mér þær hallærislegar raddirnar, sem maður heyrir úr Sjálfstæðisflokknum upp á síðkastið að þar séu menn búnir að fá nóg af aðgangshörkunni í Framsókn í þessum efnum, þótt þeir sjálfstæðismenn viðurkenni að hafa leyft Framsóknarflokknum að ráða í Auðunar-málinu-Georgs; því það er jú Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur gengið á undan með ófögru fordæmi – eins og margar ráðningar hjá Ríkisútvarpinu og segjum bara Hæstarétti eru hörmuleg dæmi um. Guðmundur Andri Thorsson kallar þetta því hógværa nafni „átakastjórnmál“ í Fréttablaðinu í dag: „Þegar menn sem komist hafa í valdastöðu fyrir atbeina stjórnmálaflokka ákveða að fara sínu fram án tillits til sjónarmiða þess fólk sem málin varða hverju sinni, og sé almenn adnstaða við einhverja tiltekna málsmeðferð skuli hún að engu höfð en málið keyrt af orrorsi í gegn til þess að sýna styrk sinn í eitt skipti fyrir öll.“ Og Guðmundur Andri er viss um að fáránleiki fréttastjóramálsins og endalok þess séu til vitnis um að nú sé þessum tíma „átakastjórnmála“ lokið. Ég vona náttúrlega að svo sé – en mikið er ég þó voðalega hræddur um að þetta séu ekki endalokin. En eins og Churchill sagði eftir langþráðan sigur Breta við El Alamein: „Þetta eru ekki endalokin. Þetta er ekki einu sinni upphafið á endalokunum. En þetta gætu þó verið endalok upphafsins.“ Illugi Jökulsson - illugi@talstodin.is
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun