HÍ ódýr í rekstri 20. apríl 2005 00:01 Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla. Árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Ljóst er hins vegar að möguleikar hans til að þróast sem öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli ráðast að verulegu leyti af því hvaða stefna í uppbyggingu og stjórnun verður valin á komandi árum. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Þar segir að ljóst sé að staða Háskóla Íslands hafi breyst verulega á síðustu árum og hann sé nú farinn að keppa við aðra innlenda háskóla um fjármagn, nemendur og kennara. Ríkisendurskoðun segir að ört stækkandi nemendahópur valdi vissum áhyggjum, enda þrengi hann verulega að fjárhagsstöðu skólans, um leið og metnaðarfullar hugmyndir um framhaldsnám og rannsóknir kalli á aukið fé og fleira starfsfólk. Telur Ríkisendurskoðun nauðsynlegt að huga að því hvernig skólinn eigi að bregðast við þessum nýju aðstæðum. Í fyrsta lagi geti skólinn reynt að laga starfsemi sína að núverandi fjárhagsstöðu, t.d. með því að takmarka fjölda nemenda við það fé sem hann fær greitt fyrir, og fara sér hægar við að byggja upp framhaldsnám og rannsóknarstarfsemi. Annar möguleiki sé að reyna enn frekar að hemja kostnað og hagræða í rekstri. Þá telur Ríkisendurskoðun að skoða þurfi hvort unnt sé að auka tekjur Háskólans, annað hvort með meiri fjárveitingum úr ríkissjóði eða með skólagjöldum og auknum styrkjum. Auk þess er talið mikilvægt að farið verði yfir verkaskiptingu miðlægrar stjórnsýslu skólans, fjármálastýring hans verði styrkt og honum veitt meiri ábyrgð á launamálum starfsmanna en hingað til. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla. Árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Ljóst er hins vegar að möguleikar hans til að þróast sem öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli ráðast að verulegu leyti af því hvaða stefna í uppbyggingu og stjórnun verður valin á komandi árum. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Þar segir að ljóst sé að staða Háskóla Íslands hafi breyst verulega á síðustu árum og hann sé nú farinn að keppa við aðra innlenda háskóla um fjármagn, nemendur og kennara. Ríkisendurskoðun segir að ört stækkandi nemendahópur valdi vissum áhyggjum, enda þrengi hann verulega að fjárhagsstöðu skólans, um leið og metnaðarfullar hugmyndir um framhaldsnám og rannsóknir kalli á aukið fé og fleira starfsfólk. Telur Ríkisendurskoðun nauðsynlegt að huga að því hvernig skólinn eigi að bregðast við þessum nýju aðstæðum. Í fyrsta lagi geti skólinn reynt að laga starfsemi sína að núverandi fjárhagsstöðu, t.d. með því að takmarka fjölda nemenda við það fé sem hann fær greitt fyrir, og fara sér hægar við að byggja upp framhaldsnám og rannsóknarstarfsemi. Annar möguleiki sé að reyna enn frekar að hemja kostnað og hagræða í rekstri. Þá telur Ríkisendurskoðun að skoða þurfi hvort unnt sé að auka tekjur Háskólans, annað hvort með meiri fjárveitingum úr ríkissjóði eða með skólagjöldum og auknum styrkjum. Auk þess er talið mikilvægt að farið verði yfir verkaskiptingu miðlægrar stjórnsýslu skólans, fjármálastýring hans verði styrkt og honum veitt meiri ábyrgð á launamálum starfsmanna en hingað til.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira