Ákæran 900 þúsundum lægri 20. apríl 2005 00:01 Rúmum þremur árum eftir að forsvarsmenn Rafiðnaðarskólans ákváðu að víkja skólastjóranum, Jóni Árna Rúnarssyni, úr starfi og sögðu hann hafa dregið að sér tugi milljóna hillir undir lok málsins. Það var tekið fyrir í Hæstarétti í gær. Krafist er þyngri dóms en fyrir héraði þar sem Jón var um mitt síðasta ár sýknaður af 29 milljóna fjárdrætti en sakfelldur fyrir 450 þúsund króna skjalafals. Upphæðin hefur verið lækkuð milli dómsstiganna um tæp 900 þúsund. Allt sem fallið gat undir verktakagreiðslur og laun voru afmáð úr ákærunni. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, rakti að Jón Árni hefði tekið sér laun út af reikningi Eftirmenntunar rafeindavirkja frá árinu 1994 þegar nýtt fyrirkomulag hafi ætlað Rafiðnaðarskólanum einum að greiða launin. Hann sagði Jón Árna hafa verið ráðinn til að sjá um fjármál sjóðsins og því sé ekki hægt að draga nefnd hans til ábyrgðar þó eftirlit hennar hafi ekki verið gott. Hafi Jón Árni mátt færa peningana til eins og hann gerði hefði hann átt að halda utan um færslurnar. Það hafi hann ekki gert. Ríkissaksóknari sagði Jón Árna hafa notið trausts, nefndarmenn hafi talið hann afbragðsstarfsmann og í skjól þess hafi hann dregið að sér féð. Verjandi Jóns Árna, Reimar Pétursson, fellst ekki á sakirnar sem bornar eru á Jón og krefst sýknar. Hann sagði ákæruvaldið eiga á brattann að sækja þar sem mál Jóns Árna hafi áður komið fyrir Hæstarétt árið 2002. Þá hafi nefndin óskaði eftir því að Jón Árni yrði tekinn til gjaldþrotaskipa og greiddi skuld sína við sjóðinn eftir að málið vannst í einkarétti. Hæstiréttur hafi sýknaði Jón Árna þrátt fyrir að ljóst væri að hann hefði ekki gefið tekjur sínar upp til skatts eða gengið frá árskýrslum sjóðsins. Engin ný gögn eða sannanir ættu að breyta niðurstöðu dómsins nú. Ekkert sannaði að launagreiðslur frá Endurmenntunarsjóðnum hafi ekki átt að berast Jóni sem fyrr frá árinu 1994 eins og haldið sé fram. Einkamál á hendur Jóni Árna verður tekið fyrir um miðjan maí. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Rúmum þremur árum eftir að forsvarsmenn Rafiðnaðarskólans ákváðu að víkja skólastjóranum, Jóni Árna Rúnarssyni, úr starfi og sögðu hann hafa dregið að sér tugi milljóna hillir undir lok málsins. Það var tekið fyrir í Hæstarétti í gær. Krafist er þyngri dóms en fyrir héraði þar sem Jón var um mitt síðasta ár sýknaður af 29 milljóna fjárdrætti en sakfelldur fyrir 450 þúsund króna skjalafals. Upphæðin hefur verið lækkuð milli dómsstiganna um tæp 900 þúsund. Allt sem fallið gat undir verktakagreiðslur og laun voru afmáð úr ákærunni. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, rakti að Jón Árni hefði tekið sér laun út af reikningi Eftirmenntunar rafeindavirkja frá árinu 1994 þegar nýtt fyrirkomulag hafi ætlað Rafiðnaðarskólanum einum að greiða launin. Hann sagði Jón Árna hafa verið ráðinn til að sjá um fjármál sjóðsins og því sé ekki hægt að draga nefnd hans til ábyrgðar þó eftirlit hennar hafi ekki verið gott. Hafi Jón Árni mátt færa peningana til eins og hann gerði hefði hann átt að halda utan um færslurnar. Það hafi hann ekki gert. Ríkissaksóknari sagði Jón Árna hafa notið trausts, nefndarmenn hafi talið hann afbragðsstarfsmann og í skjól þess hafi hann dregið að sér féð. Verjandi Jóns Árna, Reimar Pétursson, fellst ekki á sakirnar sem bornar eru á Jón og krefst sýknar. Hann sagði ákæruvaldið eiga á brattann að sækja þar sem mál Jóns Árna hafi áður komið fyrir Hæstarétt árið 2002. Þá hafi nefndin óskaði eftir því að Jón Árni yrði tekinn til gjaldþrotaskipa og greiddi skuld sína við sjóðinn eftir að málið vannst í einkarétti. Hæstiréttur hafi sýknaði Jón Árna þrátt fyrir að ljóst væri að hann hefði ekki gefið tekjur sínar upp til skatts eða gengið frá árskýrslum sjóðsins. Engin ný gögn eða sannanir ættu að breyta niðurstöðu dómsins nú. Ekkert sannaði að launagreiðslur frá Endurmenntunarsjóðnum hafi ekki átt að berast Jóni sem fyrr frá árinu 1994 eins og haldið sé fram. Einkamál á hendur Jóni Árna verður tekið fyrir um miðjan maí.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira