Baráttan um Bretland 3. maí 2005 00:01 "Steve er leikmaður sem getur breytt gangi leikja upp á eigin spýtur. Sjáið bara markið sem hann skoraði um síðustu helgi. Ef hann spilar vel þá spilar Liverpool vel," sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi sem haldinn var í gær fyrir síðari leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu, en eins og flestum fótboltaáhugamönnum ætti að vera kunnugt endaði fyrri leikurinn á Stamford Bridge með markalausu jafntefli. Aðspurður sagðist Benitez ekki telja sig vera að setja óþarfa pressu á Gerrard með yfirlýsingum sínum. "Hann er minn fyrirliði og veit að ég vænti mikils af honum." Jamie Carragher, sem átti frábæran leik í fyrri leiknum, segir leikmenn Liverpool ætla að byggja á úrslitum fyrri leiksins. "Þeir eru taldir líklegri og það er allt gott og blessað með það. Það tekur pressuna af okkur," segir Carragher. Hann segist bera virðingu fyrir Chelsea vegna árangurs þeirra í vetur en minnir jafnframt á að Meistaradeildin sé önnur keppni þar sem stemmningin sé önnur. "Við ætlum að stoppa þá í þessum leik. Við erum á heimavelli og höfum ómetanlegan stuðning á okkar bandi. Sjáið bara heimaleikina okkar gegn Olympiakos og Juventus. Andrúmsloftið á Anfield í þeim leikjum var með því besta í sögu Liverpool," segir Carragher. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gefur lítið út á orð Carraghers og segir stuðningsmennina skipta engu máli. "Við eigum eftir að njóta stemmningarinnar alveg jafn mikið. Pressan er öll á Liverpool og mér líður eins og við munum snúa aftur til London á miðvikudaginn sem hetjur. Þeir eru kannski á heimavelli en stuðningsmennirnir eru ekki inni á vellinum. Þar eru 22 leikmenn, 11 frá Chelsea og 11 frá Liverpool. Mínir 11 eru betri. Þess vegna mæti ég óhræddur í leikinn," sagði Mourinho. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Sjá meira
"Steve er leikmaður sem getur breytt gangi leikja upp á eigin spýtur. Sjáið bara markið sem hann skoraði um síðustu helgi. Ef hann spilar vel þá spilar Liverpool vel," sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi sem haldinn var í gær fyrir síðari leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu, en eins og flestum fótboltaáhugamönnum ætti að vera kunnugt endaði fyrri leikurinn á Stamford Bridge með markalausu jafntefli. Aðspurður sagðist Benitez ekki telja sig vera að setja óþarfa pressu á Gerrard með yfirlýsingum sínum. "Hann er minn fyrirliði og veit að ég vænti mikils af honum." Jamie Carragher, sem átti frábæran leik í fyrri leiknum, segir leikmenn Liverpool ætla að byggja á úrslitum fyrri leiksins. "Þeir eru taldir líklegri og það er allt gott og blessað með það. Það tekur pressuna af okkur," segir Carragher. Hann segist bera virðingu fyrir Chelsea vegna árangurs þeirra í vetur en minnir jafnframt á að Meistaradeildin sé önnur keppni þar sem stemmningin sé önnur. "Við ætlum að stoppa þá í þessum leik. Við erum á heimavelli og höfum ómetanlegan stuðning á okkar bandi. Sjáið bara heimaleikina okkar gegn Olympiakos og Juventus. Andrúmsloftið á Anfield í þeim leikjum var með því besta í sögu Liverpool," segir Carragher. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gefur lítið út á orð Carraghers og segir stuðningsmennina skipta engu máli. "Við eigum eftir að njóta stemmningarinnar alveg jafn mikið. Pressan er öll á Liverpool og mér líður eins og við munum snúa aftur til London á miðvikudaginn sem hetjur. Þeir eru kannski á heimavelli en stuðningsmennirnir eru ekki inni á vellinum. Þar eru 22 leikmenn, 11 frá Chelsea og 11 frá Liverpool. Mínir 11 eru betri. Þess vegna mæti ég óhræddur í leikinn," sagði Mourinho.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Sjá meira