Baráttan um Bretland 3. maí 2005 00:01 "Steve er leikmaður sem getur breytt gangi leikja upp á eigin spýtur. Sjáið bara markið sem hann skoraði um síðustu helgi. Ef hann spilar vel þá spilar Liverpool vel," sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi sem haldinn var í gær fyrir síðari leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu, en eins og flestum fótboltaáhugamönnum ætti að vera kunnugt endaði fyrri leikurinn á Stamford Bridge með markalausu jafntefli. Aðspurður sagðist Benitez ekki telja sig vera að setja óþarfa pressu á Gerrard með yfirlýsingum sínum. "Hann er minn fyrirliði og veit að ég vænti mikils af honum." Jamie Carragher, sem átti frábæran leik í fyrri leiknum, segir leikmenn Liverpool ætla að byggja á úrslitum fyrri leiksins. "Þeir eru taldir líklegri og það er allt gott og blessað með það. Það tekur pressuna af okkur," segir Carragher. Hann segist bera virðingu fyrir Chelsea vegna árangurs þeirra í vetur en minnir jafnframt á að Meistaradeildin sé önnur keppni þar sem stemmningin sé önnur. "Við ætlum að stoppa þá í þessum leik. Við erum á heimavelli og höfum ómetanlegan stuðning á okkar bandi. Sjáið bara heimaleikina okkar gegn Olympiakos og Juventus. Andrúmsloftið á Anfield í þeim leikjum var með því besta í sögu Liverpool," segir Carragher. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gefur lítið út á orð Carraghers og segir stuðningsmennina skipta engu máli. "Við eigum eftir að njóta stemmningarinnar alveg jafn mikið. Pressan er öll á Liverpool og mér líður eins og við munum snúa aftur til London á miðvikudaginn sem hetjur. Þeir eru kannski á heimavelli en stuðningsmennirnir eru ekki inni á vellinum. Þar eru 22 leikmenn, 11 frá Chelsea og 11 frá Liverpool. Mínir 11 eru betri. Þess vegna mæti ég óhræddur í leikinn," sagði Mourinho. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Sjá meira
"Steve er leikmaður sem getur breytt gangi leikja upp á eigin spýtur. Sjáið bara markið sem hann skoraði um síðustu helgi. Ef hann spilar vel þá spilar Liverpool vel," sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi sem haldinn var í gær fyrir síðari leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu, en eins og flestum fótboltaáhugamönnum ætti að vera kunnugt endaði fyrri leikurinn á Stamford Bridge með markalausu jafntefli. Aðspurður sagðist Benitez ekki telja sig vera að setja óþarfa pressu á Gerrard með yfirlýsingum sínum. "Hann er minn fyrirliði og veit að ég vænti mikils af honum." Jamie Carragher, sem átti frábæran leik í fyrri leiknum, segir leikmenn Liverpool ætla að byggja á úrslitum fyrri leiksins. "Þeir eru taldir líklegri og það er allt gott og blessað með það. Það tekur pressuna af okkur," segir Carragher. Hann segist bera virðingu fyrir Chelsea vegna árangurs þeirra í vetur en minnir jafnframt á að Meistaradeildin sé önnur keppni þar sem stemmningin sé önnur. "Við ætlum að stoppa þá í þessum leik. Við erum á heimavelli og höfum ómetanlegan stuðning á okkar bandi. Sjáið bara heimaleikina okkar gegn Olympiakos og Juventus. Andrúmsloftið á Anfield í þeim leikjum var með því besta í sögu Liverpool," segir Carragher. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gefur lítið út á orð Carraghers og segir stuðningsmennina skipta engu máli. "Við eigum eftir að njóta stemmningarinnar alveg jafn mikið. Pressan er öll á Liverpool og mér líður eins og við munum snúa aftur til London á miðvikudaginn sem hetjur. Þeir eru kannski á heimavelli en stuðningsmennirnir eru ekki inni á vellinum. Þar eru 22 leikmenn, 11 frá Chelsea og 11 frá Liverpool. Mínir 11 eru betri. Þess vegna mæti ég óhræddur í leikinn," sagði Mourinho.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Sjá meira