Er eftirliti ábótavant? Trausti Hafliðason skrifar 10. maí 2005 00:01 Fréttablaðið greindi frá því í gær að Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefði lokað fasteignasölunni Remax í Kópavogi vegna þess að enginn löggiltur fasteignasali hefði starfað þar. Lokunin varði reyndar aðeins í tæpan sólarhring því einn starfsmannanna beið löggildingar og fékk hana daginn eftir að sölunni var lokað. Það er því ljóst að Remax í Kópavogi var ekki lokað vegna vafasamra viðskiptahátta eða brota á lögum. Engu að síður vekur þetta mál upp ákveðnar spurningar. Áleitnar spurningar um öryggi fasteignaviðskipta. Reyndar verður að líta það alvarlegum augum ef heil fasteignasala er rekin án þess að starfsmaður með tilskilda menntun starfi þar. Skiptir þá engu máli í hversu stuttan tíma. Fasteignasalar eru í langflestum tilvikum að sýsla með aleigu fólks og því liggur í augum uppi að afar brýnt er að eftirlit með þeim sé skilvirkt. Dæmin sanna að ef sofið er á verðinum getur farið illa. Það þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en fjórtán mánuði. Þá var Bjarni Sigurðsson, þáverandi eigandi Fasteignasölunnar Holts í Kópavogi, dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals, fjárdrátt og skattalagabrot. Hann sveik út samtals um 160 milljónir - meðal annars frá viðskiptavinum. Svik Bjarna, sem játaði skýlaust öll sín brot fyrir dómi, stóðu yfir í rúmt ár. Holtsmálið var reyndar allt með miklum ólíkindum því margir eftirlitsaðilar, svo ég noti það slæma orð, sváfu á verðinum. Þann 30. janúar árið 2002 kærði byggingaverktaki Bjarna. Nokkru eftir að málið komst upp ritaði ríkissaksóknari sýslumanninum í Kópavogi bréf þar sem óskað var skýringa á meðferð lögreglunnar í Kópavogi á kærunni. Í bréfi sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins sagði að rannsókn málsins hefði tafist vegna þess mikla fjölda mála sem væri til rannsóknar hjá embættinu. Einnig hefði verið litið til þess að fasteignasalinn hefði gert upp skuld sína við kærandann. Þetta var rangt mat hjá sýslumanninum, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Sýslumaðurinn átti strax að senda málið til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Eftir þessi mistök sýslumannsins sendi hann ríkissaksóknara bréf þar sem fram kom að verið væri að vinna að nýjum verklagsreglum um meðferð opinberra mála hjá lögregluembættinu í Kópavogi. Vonandi eru þessar verklagsreglur nú komnar í lag. Það var ekki nóg með að ríkissaksóknari hefði gagnrýnt framgang málsins á sínum tíma. Íbúðalánasjóður gerði það einnig. Hvorki lögreglan né dómsmálaráðuneytið lét Íbúðalánasjóð vita af kærunni fyrr en eigandi Holts í Kópavogi hafði játað. Það var í október árið 2002, átta mánuðum eftir að kæran var lögð fram. Í millitíðinni hafði Bjarni falsað og breytt framsölum á fasteignaveðbréfum. Einnig hafði hann breytt upplýsingum um ráðstöfun andvirðis viðbótarlána á yfirlýsingunum sem hann hafði fengið í hendur frá viðskiptavinum fasteignasölunnar. Eftir Holtsmálið hafa yfirvöld hysjað upp um sig brækurnar. Í október síðastliðnum tóku gildi ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra í ofangreinda eftirlitsnefnd. Samkvæmt lögunum hefur nefndin gríðarlega víðtækum skyldum að gegna, sem og víðtækar heimildir. Það ber að hrósa nefndinni fyrir að vera þegar farin að láta til sín taka, eins og dæmið um Remax í Kópavogi sannar. Hins vegar er nauðsynlegt að allar fasteignasölur sitji við sama borð hjá eftirlitsnefndinni. Það er til hagsmuna fyrir neytendur, því þegar öllu er á botninn hvolft starfar nefndin í umboði þeirra. Þótt hún sé tekin til starfa þýðir það ekki að fólk setji allt sitt traust á hana. Því ráðlegg ég öllum sem eru að fara að kaupa eða selja eign að kanna hvort fasteignasalan sem skipta á við hafi löggiltan fasteignasala innan sinna veggja. trausti@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gær að Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefði lokað fasteignasölunni Remax í Kópavogi vegna þess að enginn löggiltur fasteignasali hefði starfað þar. Lokunin varði reyndar aðeins í tæpan sólarhring því einn starfsmannanna beið löggildingar og fékk hana daginn eftir að sölunni var lokað. Það er því ljóst að Remax í Kópavogi var ekki lokað vegna vafasamra viðskiptahátta eða brota á lögum. Engu að síður vekur þetta mál upp ákveðnar spurningar. Áleitnar spurningar um öryggi fasteignaviðskipta. Reyndar verður að líta það alvarlegum augum ef heil fasteignasala er rekin án þess að starfsmaður með tilskilda menntun starfi þar. Skiptir þá engu máli í hversu stuttan tíma. Fasteignasalar eru í langflestum tilvikum að sýsla með aleigu fólks og því liggur í augum uppi að afar brýnt er að eftirlit með þeim sé skilvirkt. Dæmin sanna að ef sofið er á verðinum getur farið illa. Það þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en fjórtán mánuði. Þá var Bjarni Sigurðsson, þáverandi eigandi Fasteignasölunnar Holts í Kópavogi, dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals, fjárdrátt og skattalagabrot. Hann sveik út samtals um 160 milljónir - meðal annars frá viðskiptavinum. Svik Bjarna, sem játaði skýlaust öll sín brot fyrir dómi, stóðu yfir í rúmt ár. Holtsmálið var reyndar allt með miklum ólíkindum því margir eftirlitsaðilar, svo ég noti það slæma orð, sváfu á verðinum. Þann 30. janúar árið 2002 kærði byggingaverktaki Bjarna. Nokkru eftir að málið komst upp ritaði ríkissaksóknari sýslumanninum í Kópavogi bréf þar sem óskað var skýringa á meðferð lögreglunnar í Kópavogi á kærunni. Í bréfi sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins sagði að rannsókn málsins hefði tafist vegna þess mikla fjölda mála sem væri til rannsóknar hjá embættinu. Einnig hefði verið litið til þess að fasteignasalinn hefði gert upp skuld sína við kærandann. Þetta var rangt mat hjá sýslumanninum, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Sýslumaðurinn átti strax að senda málið til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Eftir þessi mistök sýslumannsins sendi hann ríkissaksóknara bréf þar sem fram kom að verið væri að vinna að nýjum verklagsreglum um meðferð opinberra mála hjá lögregluembættinu í Kópavogi. Vonandi eru þessar verklagsreglur nú komnar í lag. Það var ekki nóg með að ríkissaksóknari hefði gagnrýnt framgang málsins á sínum tíma. Íbúðalánasjóður gerði það einnig. Hvorki lögreglan né dómsmálaráðuneytið lét Íbúðalánasjóð vita af kærunni fyrr en eigandi Holts í Kópavogi hafði játað. Það var í október árið 2002, átta mánuðum eftir að kæran var lögð fram. Í millitíðinni hafði Bjarni falsað og breytt framsölum á fasteignaveðbréfum. Einnig hafði hann breytt upplýsingum um ráðstöfun andvirðis viðbótarlána á yfirlýsingunum sem hann hafði fengið í hendur frá viðskiptavinum fasteignasölunnar. Eftir Holtsmálið hafa yfirvöld hysjað upp um sig brækurnar. Í október síðastliðnum tóku gildi ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra í ofangreinda eftirlitsnefnd. Samkvæmt lögunum hefur nefndin gríðarlega víðtækum skyldum að gegna, sem og víðtækar heimildir. Það ber að hrósa nefndinni fyrir að vera þegar farin að láta til sín taka, eins og dæmið um Remax í Kópavogi sannar. Hins vegar er nauðsynlegt að allar fasteignasölur sitji við sama borð hjá eftirlitsnefndinni. Það er til hagsmuna fyrir neytendur, því þegar öllu er á botninn hvolft starfar nefndin í umboði þeirra. Þótt hún sé tekin til starfa þýðir það ekki að fólk setji allt sitt traust á hana. Því ráðlegg ég öllum sem eru að fara að kaupa eða selja eign að kanna hvort fasteignasalan sem skipta á við hafi löggiltan fasteignasala innan sinna veggja. trausti@frettabladid.is
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun