Innlent

Tillögur Gunnars felldar

Breytingartillögur Gunnars Birgissonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, við samgönguáætlun samgönguráðherra á árunum 2005 til 2008 voru felldar á Alþingi skömmu fyrir hádegi. Þar er nú verið að ræða samgönguáætlunina. Gunnar reyndist ekki hafa hljómgrunn meðal þingmanna þótt bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu létu í ljós óánægju með að hlutur höfuðborgarsvæðisins væri rýr. Stjórnarandstaðan sagði ríkisstjórnina hafa svikið loforð um framlög til vegamála. Þau væru nú þau lægstu í manna minnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×