Eins og í Liverpool-sögu 25. maí 2005 00:01 Liverpool varð Evrópumeistari í gær þegar þeir sigruðu AC Milan í dramatískum úrslitaleik í Istanbúl. Liverpool var 3-0 undir í leikhléi en snéri töpuðu tafli sér í hag á ótrúlegan hátt. Það er óhætt að segja að úrslitaleikur Liverpool og AC Milan í Meistaradeild Evrópu hafi farið fram úr björtustu vonum allra knattspyrnuáhugamanna. Fyrir fram var búist við leiðnlegum leik tveggja varnarsinnaðra liða en sú átti aldeilis ekki eftir að verða raunin. Þess í stað var boðið upp á einhverja mestu flugeldasýningu sem sést hefur lengi og mörkin í úrslitaleik keppninnar hafa ekki verið svona mörg í 43 ár. Milan fékk sannkallaða draumabyrjun í leiknum því hinn 36 ára gamli fyrirliði þeirra, Paolo Maldini, kom þeim yfir eftir aðeins 53 sekúndur. Leikmenn Liverpool voru eins og rotaðir eftir mark Maldinis enda kom það eins og blaut tuska í andlit þeirra. Milan átti fyrri hálfleikinn og hélt áfram að þjarma að Liverpool. Sú pressa bar árangur á 39. mínútu þegar Argentínumaðurinn Hernan Crespo, sem er lánsmaður frá Chelsea, skoraði annað mark ítalska liðsins. Crespo lét ekki þar við sitja heldur skoraði hann annað mark fjórum mínútum síðar. Staðan 3-0 og enginn sem átti von á því að Liverpool myndi gera nokkurn skapaðan hlut í síðari hálfleik. Það breyttist allt á 54. mínútu þegar Steven Gerrard minnkaði muninn fyrir Liverpool. Þá fengu leikmenn liðsins allt í einu trú á því sem þeir voru að gera og upphófst mikil sóknarlota drengjanna frá Bítlaborginni. Hún bar árangur strax tveim mínútum síðar þegar Tékkinn Vladimir Smicer skoraði með góðu skoti. Endurkoma Rauða Hersins var síðan fullkomnuð á 60. mínútu þegar Steven Gerrard fiskaði vítaspyrnu. Hana tók Xabi Alonso, Dida varði en Alonso náði frákastinu og jafnaði leikinn fyrir Liverpool. Hreint ótrúleg endurkoma og áhorffendur trúðu vart sínum eigin augum. Bæði lið áttu ágætis færi það sem eftir lifði leiks en tókst samt ekki að skora. Varð því að grípa til framlengingar. Bæði lið fóru varlega af stað í framlengingunni og leyndi sér ekki að nokkur þreyta var kominn í liðsmenn beggja liða. Eftir fyrri hálfleik framlengingarinnar var enn jafnt og taugar allra voru þandar til hins ítrasta þegar seinni hálfleikur framlengingarinnar byrjaði. Síðari hluti framlengingarinnar var tiltölulega rólegur en Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko fékk tvöfalt dauðafæri rétt undir lokin en Dudek varði í bæði skiptin á hreint ótrúlegan hátt. Því varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Þar reyndist Dudek aftur hetja Liverpool því hann varði tvær spyrnur frá leikmönnum Milan. Fyrst frá Andrea Pirlo og svo gegn Andriy Shevchenko sem skaut kæruleysislega úr fjórðu spyrnu Milan í mitt mark Liverpool. Leikmenn Liverpool, að John Arne Riise undanskildum, voru aftur á móti öryggið uppmálað. Liverpool fagnaði hreint ógurlega í leikslok enda áttu fáir von á því að þeir myndi sigra í þessari keppni. Sú trú var heldur ekki sterk þegar aðeins 45 mínútur voru eftir af leiknum í gær en kraftaverkin gerast enn og Liverpool er komið aftur á kortið. Það er ekkert sem breytir því. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Liverpool varð Evrópumeistari í gær þegar þeir sigruðu AC Milan í dramatískum úrslitaleik í Istanbúl. Liverpool var 3-0 undir í leikhléi en snéri töpuðu tafli sér í hag á ótrúlegan hátt. Það er óhætt að segja að úrslitaleikur Liverpool og AC Milan í Meistaradeild Evrópu hafi farið fram úr björtustu vonum allra knattspyrnuáhugamanna. Fyrir fram var búist við leiðnlegum leik tveggja varnarsinnaðra liða en sú átti aldeilis ekki eftir að verða raunin. Þess í stað var boðið upp á einhverja mestu flugeldasýningu sem sést hefur lengi og mörkin í úrslitaleik keppninnar hafa ekki verið svona mörg í 43 ár. Milan fékk sannkallaða draumabyrjun í leiknum því hinn 36 ára gamli fyrirliði þeirra, Paolo Maldini, kom þeim yfir eftir aðeins 53 sekúndur. Leikmenn Liverpool voru eins og rotaðir eftir mark Maldinis enda kom það eins og blaut tuska í andlit þeirra. Milan átti fyrri hálfleikinn og hélt áfram að þjarma að Liverpool. Sú pressa bar árangur á 39. mínútu þegar Argentínumaðurinn Hernan Crespo, sem er lánsmaður frá Chelsea, skoraði annað mark ítalska liðsins. Crespo lét ekki þar við sitja heldur skoraði hann annað mark fjórum mínútum síðar. Staðan 3-0 og enginn sem átti von á því að Liverpool myndi gera nokkurn skapaðan hlut í síðari hálfleik. Það breyttist allt á 54. mínútu þegar Steven Gerrard minnkaði muninn fyrir Liverpool. Þá fengu leikmenn liðsins allt í einu trú á því sem þeir voru að gera og upphófst mikil sóknarlota drengjanna frá Bítlaborginni. Hún bar árangur strax tveim mínútum síðar þegar Tékkinn Vladimir Smicer skoraði með góðu skoti. Endurkoma Rauða Hersins var síðan fullkomnuð á 60. mínútu þegar Steven Gerrard fiskaði vítaspyrnu. Hana tók Xabi Alonso, Dida varði en Alonso náði frákastinu og jafnaði leikinn fyrir Liverpool. Hreint ótrúleg endurkoma og áhorffendur trúðu vart sínum eigin augum. Bæði lið áttu ágætis færi það sem eftir lifði leiks en tókst samt ekki að skora. Varð því að grípa til framlengingar. Bæði lið fóru varlega af stað í framlengingunni og leyndi sér ekki að nokkur þreyta var kominn í liðsmenn beggja liða. Eftir fyrri hálfleik framlengingarinnar var enn jafnt og taugar allra voru þandar til hins ítrasta þegar seinni hálfleikur framlengingarinnar byrjaði. Síðari hluti framlengingarinnar var tiltölulega rólegur en Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko fékk tvöfalt dauðafæri rétt undir lokin en Dudek varði í bæði skiptin á hreint ótrúlegan hátt. Því varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Þar reyndist Dudek aftur hetja Liverpool því hann varði tvær spyrnur frá leikmönnum Milan. Fyrst frá Andrea Pirlo og svo gegn Andriy Shevchenko sem skaut kæruleysislega úr fjórðu spyrnu Milan í mitt mark Liverpool. Leikmenn Liverpool, að John Arne Riise undanskildum, voru aftur á móti öryggið uppmálað. Liverpool fagnaði hreint ógurlega í leikslok enda áttu fáir von á því að þeir myndi sigra í þessari keppni. Sú trú var heldur ekki sterk þegar aðeins 45 mínútur voru eftir af leiknum í gær en kraftaverkin gerast enn og Liverpool er komið aftur á kortið. Það er ekkert sem breytir því.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira