Halldór: Hótaði aldrei stjórnarslitum 31. maí 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ýmislegt sem komið hefur fram í Fréttablaðinu að undanförnu um sölu bankanna ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Í samtali við Talstöðina segir Halldór það vitleysu að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna sölu VÍS til Samsonarfélaga. Davíð Oddsson hefði þurft að taka ákvörðun um slíkt. Þess ber að geta að því var ekki haldið fram í Fréttablaðinu. Rétt er hins vegar að því var haldið fram að Halldór hefði sagt að yrði VÍS selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva ferlið væri Halldór þó augljóslega að brjóta gegn stjórnarsáttmála en það hefði í því tilfelli komið í hlut Davíðs að taka um það ákvörðun hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu. Halldór Ásgrímsson sagði allt einkavæðingaferlið sáraeinfalt - hann sagði stjórnvöld hafa reynt að fá erlendan kjölfestufjárfesti að málinu en það hafi ekki gengið og því hafi verið kærkomið að fá tilboð frá Samson árið 2002 - Tilboð sem setti einkavæðingaferlið af stað öðru sinni. 5 aðilar sýndu þá bankanum áhuga - einkavæðinganefnd taldi 3 þeirra uppfylla skilyrði kaupenda, og voru hafnar viðræður við þessa aðila. Um afskipti sín af málinu segir Halldór í samtalinu við Talstöðina að mjög eðlilegt sé að ráðherrar komi að ferlinu - það séu jú þeir sem á endanum taki ákvarðanir. Hann segir símafund sinn með fulltrúum Kaldbaks og S-hópsins vegna kaupa þeirra á Búnaðarbankanum hafa komið þannig til að Jóhannes Geir Sigurgeirsson - fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og nú stjórnarformaður Landsvirkjunnar - hafi haft samband og óskað eftir þessum viðræðum Halldórs, Kaldbaks og S hóps. Vegna anna hafi ekki verið hægt að koma því við - því hafi reynst nauðsynlegt að halda símafund. Halldór Ásgrímsson segir að fljótlega uppúr því hafi hann horfið úr málinu sökum veikinda en telur samstarfsmenn sína í ríkisstjórn hafa klárað einkavæðingaferli ríkisbankanna vel.Hægt er að hlusta á viðtal Jóhanns Haukssonar í heild sinni á vef Talstöðvarinnar. Allt og sumt Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Talstöðin Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ýmislegt sem komið hefur fram í Fréttablaðinu að undanförnu um sölu bankanna ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Í samtali við Talstöðina segir Halldór það vitleysu að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna sölu VÍS til Samsonarfélaga. Davíð Oddsson hefði þurft að taka ákvörðun um slíkt. Þess ber að geta að því var ekki haldið fram í Fréttablaðinu. Rétt er hins vegar að því var haldið fram að Halldór hefði sagt að yrði VÍS selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva ferlið væri Halldór þó augljóslega að brjóta gegn stjórnarsáttmála en það hefði í því tilfelli komið í hlut Davíðs að taka um það ákvörðun hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu. Halldór Ásgrímsson sagði allt einkavæðingaferlið sáraeinfalt - hann sagði stjórnvöld hafa reynt að fá erlendan kjölfestufjárfesti að málinu en það hafi ekki gengið og því hafi verið kærkomið að fá tilboð frá Samson árið 2002 - Tilboð sem setti einkavæðingaferlið af stað öðru sinni. 5 aðilar sýndu þá bankanum áhuga - einkavæðinganefnd taldi 3 þeirra uppfylla skilyrði kaupenda, og voru hafnar viðræður við þessa aðila. Um afskipti sín af málinu segir Halldór í samtalinu við Talstöðina að mjög eðlilegt sé að ráðherrar komi að ferlinu - það séu jú þeir sem á endanum taki ákvarðanir. Hann segir símafund sinn með fulltrúum Kaldbaks og S-hópsins vegna kaupa þeirra á Búnaðarbankanum hafa komið þannig til að Jóhannes Geir Sigurgeirsson - fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og nú stjórnarformaður Landsvirkjunnar - hafi haft samband og óskað eftir þessum viðræðum Halldórs, Kaldbaks og S hóps. Vegna anna hafi ekki verið hægt að koma því við - því hafi reynst nauðsynlegt að halda símafund. Halldór Ásgrímsson segir að fljótlega uppúr því hafi hann horfið úr málinu sökum veikinda en telur samstarfsmenn sína í ríkisstjórn hafa klárað einkavæðingaferli ríkisbankanna vel.Hægt er að hlusta á viðtal Jóhanns Haukssonar í heild sinni á vef Talstöðvarinnar.
Allt og sumt Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Talstöðin Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira