LIVERPOOL Í MEISTARADEILDINA !
Liverpool verður með í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á næsta tímabili og fær þar með tækifæri til að verja Evrópumeistaratitil sinn. Frá þessu var greint fyrir skömmu. Framkvæmdanefnd UEFA sem m.a. Eggert Magnússon formaður KSÍ situr í, fundaði í gær og komst að þeirri niðurstöðu að Liverpool fái að koma inn í 1. umferð forkeppninnar 12. eða 13. júlí þegar forkeppnin hefst. Það þýðir að jafnvel Íslandsmeistarar FH gætu mætt Liverpool en það á allt saman eftir að koma í ljós því eftir á að ákveða breytt leikjafyrirkomulag vegna þessarar ákvörðunar UEFA.