Innlent

Ætlar ekki að selja flugvallarland

Samgönguráðherra ætlar ekki að selja land ríkisins sem Reykjavíkurflugvöllur er á og byggja nýja flugvöll verða þar með við áskorun flokksbræðra sinna á Akureyri. Þá telur hann ekki tímabært að gera hálendisveg á meðan enn er margt óunnið við hringveginn. Stjórn félags sjálfstæðismanna á Akureyri skoraði fyrr í vikunni á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að selja landið í Vatnsmýrinni og í framhaldinu að byggja nýjan flugvöll í nágrenni höfuðborgarinnar. Samgönguráðherra segir að staða málsins sé sú að samið hafi verið við borgina um að byrja að vinna að endurskipulagningu á flugvallarsvæðinu. Sú vinna sé hafin og nýbúið sé að endurbyggja flugvöllinn með leyfi borgaryfirvalda á grundvelli þess að skipulag geri ráð fyrir því að flugvallarstarfsemi verði í Vatnsmýrinni til ársins 2024. Á meðan þessi vinna sé í gangi telji hann ekki skynsamlegt að gefa nein fyririheit um það að selja land undir nýendurbyggðum flugvelli. Vinir hans á Akureyri séu því komnir langt fram úr sér Sturla segist nánast daglega fá tillögur um staðsetningu nýs flugvallar og sú nýjasta sé að hafa hann í Engey. En akureyskir flokksbræður ráðherra skoruðu líka á ráðherrann að ef gott verð fengist fyrir Vatnsmýrarlandið ætti ekki bara að byggja nýja flugvöll heldur líka að fara í lagningu hálendisvegar yfir Kjöl. Sturla segir að ef fjármunir fáist til að auka framkvæmdir í vegagerð þá eigi að leggja áherslu á að ljúka hringveginum og endurbyggja einbreiðar brýr áður en farið verði upp á hálendið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×