Innlent

Ferðamennska fremur en hvalveiðar

Grænfriðungar halda áfram að hvetja Íslendinga að hefja ekki hvalveiðar að nýju og benda á að mun meiri tekjur fáist af ferðamennsku og hvalaskoðun en hvalveiðum. Þá vilja þeir að áhrif loftslagsbreytinga á jökla og fiskistofna verði könnuð. Grænfriðungar boðuðu fréttamenn á sinn fund í morgun og kynntu þeim áherslur sínar. Þetta er annað árið í röð sem samtökin senda skip hingað til lands til að hafa áhrif á áform Íslendinga um hvalveiðar. Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga, segir áherslur Grænfriðunga þær sömu nú og í fyrra, það er að meiri tekjur geti skapast af ferðamennsku og hvalaskoðun en af hvalveiðum og kjöti sem vandræði væri að selja, markaðir fyrir það væru mettaðir. Mun brýnna væri að setja peninga í loftlagsrannsóknir til þess að kanna áhrif loftlagsbreytinga á íslenska jökla og fiskistofna við landið. Það skipti mun meira máli fyrir Ísland. Pleym segir að ekki standi til að vera með aðgerðir til að koma í veg fyrir rannsóknarveiðar Íslendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×