Ekki áfall segir bæjarstjóri 26. júní 2005 00:01 Íbúar Seltjarnarness höfnuðu skipulagsáformum bæjaryfirvalda á Hrólfsstaðamel og Suðurströnd í íbúakosningu í gær. Sú tillaga sem gerði ráð fyrir lítilli aukningu byggðar, S-tillaga, sigraði H-tillögu sem gerði ráð fyrir meiri aukningu byggðar. S-tillagan hlaut 944 atkvæði, eða 55% gildra atkvæða, en H-tillaga fékk 768 atkvæði, eða 45%. Alls voru 3.314 íbúar á kjörskrá og greiddu 1.727 atkvæði sem þýðir að kosningaþátttaka var 52%. Auðir seðlar og ógildir voru 15. H-tillagan, sem varð undir, var svipuð tillögu sem áður hafði verið samþykkt í bæjarstjórn en mætt mikilli andspyrnu meðal bæjarbúa. Bæjarstjóri Seltjarnarness, Jónmundur Guðmarsson, segir niðurstöðuna afgerandi og skýra. Hann kveðst hins vegar gleðjast yfir því að niðurstaða hafi fengist í málinu. Verkefnið hafi lengi verið á döfinni og gengið hafi illa sl. tíu ár eða svo að fá úr því skorið hvað skuli gert á svæðinu. Jónmundur telur niðurstöðuna horfa til framfara og stjórnin komist með auðveldum hætti yfir í næsta skef verkefnisins sem sé að fylgja hinu formlega skipulagsferli eftir og hefja svo framkvæmdir í kjölfarið. Jónmundur segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld, þrátt fyrir að þau hafi viljað stefna í hina áttina, því afgerandi afstaða stjórnarinnar hafi verið að leggja málið í dóm íbúa Seltjarnarness. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst sigur fyrir bæjarbúa og fyrir íbúalýðræðið,“ segir Jónmundur og bætir við að aðferðafræði af þessu tagi geti mjög auðveldlega átt við í skipulagstengdum málum í öllum sveitarfélögum. Þór Whitehead var í forystu þeirra sem börðust gegn áformum bæjaryfirvalda. Þeir fagna nú sigri að sögn Þórs. Hann segir hópinn hafa álitið sig tala fyrir sjónarmiðum meirihluta íbúa allan tímann sem baráttan hafi staðið yfir og það hafi nú verið rækilega staðfest með kosningunni í gær. Hann segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld en áfall fyrir áform um að knýja í gegn skipulag, gegn vilja meirihluta bæjarbúa. Stóra spurning núna sé hvernig unnið verði úr þessu. „Nú reynir á hvort að meirihluti bæjarstjórnar vill vinna með meirihluta fólksins eða ætlar sér með einhverjum undanbrögðum eða viðbrögðum sem ganga þvert á þessi úrslit að halda áfram,“ segir Þór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Íbúar Seltjarnarness höfnuðu skipulagsáformum bæjaryfirvalda á Hrólfsstaðamel og Suðurströnd í íbúakosningu í gær. Sú tillaga sem gerði ráð fyrir lítilli aukningu byggðar, S-tillaga, sigraði H-tillögu sem gerði ráð fyrir meiri aukningu byggðar. S-tillagan hlaut 944 atkvæði, eða 55% gildra atkvæða, en H-tillaga fékk 768 atkvæði, eða 45%. Alls voru 3.314 íbúar á kjörskrá og greiddu 1.727 atkvæði sem þýðir að kosningaþátttaka var 52%. Auðir seðlar og ógildir voru 15. H-tillagan, sem varð undir, var svipuð tillögu sem áður hafði verið samþykkt í bæjarstjórn en mætt mikilli andspyrnu meðal bæjarbúa. Bæjarstjóri Seltjarnarness, Jónmundur Guðmarsson, segir niðurstöðuna afgerandi og skýra. Hann kveðst hins vegar gleðjast yfir því að niðurstaða hafi fengist í málinu. Verkefnið hafi lengi verið á döfinni og gengið hafi illa sl. tíu ár eða svo að fá úr því skorið hvað skuli gert á svæðinu. Jónmundur telur niðurstöðuna horfa til framfara og stjórnin komist með auðveldum hætti yfir í næsta skef verkefnisins sem sé að fylgja hinu formlega skipulagsferli eftir og hefja svo framkvæmdir í kjölfarið. Jónmundur segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld, þrátt fyrir að þau hafi viljað stefna í hina áttina, því afgerandi afstaða stjórnarinnar hafi verið að leggja málið í dóm íbúa Seltjarnarness. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst sigur fyrir bæjarbúa og fyrir íbúalýðræðið,“ segir Jónmundur og bætir við að aðferðafræði af þessu tagi geti mjög auðveldlega átt við í skipulagstengdum málum í öllum sveitarfélögum. Þór Whitehead var í forystu þeirra sem börðust gegn áformum bæjaryfirvalda. Þeir fagna nú sigri að sögn Þórs. Hann segir hópinn hafa álitið sig tala fyrir sjónarmiðum meirihluta íbúa allan tímann sem baráttan hafi staðið yfir og það hafi nú verið rækilega staðfest með kosningunni í gær. Hann segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld en áfall fyrir áform um að knýja í gegn skipulag, gegn vilja meirihluta bæjarbúa. Stóra spurning núna sé hvernig unnið verði úr þessu. „Nú reynir á hvort að meirihluti bæjarstjórnar vill vinna með meirihluta fólksins eða ætlar sér með einhverjum undanbrögðum eða viðbrögðum sem ganga þvert á þessi úrslit að halda áfram,“ segir Þór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira