Erlent

Breytt stefna í innflytjendamálum

MYND/Reuters
Hægriflokkurinn Venstre í Danmörku hefur breytt stefnu sinni í innflytjendamálum dálítið. Hann vill ekki fleiri flóttamenn en vill hins vegar að duglegu, vel menntuðu fólki verði gert kleift að koma til landsins. Innflytjendastefna ríkisstjórnarinnar hefur hingað til verið mjög ströng. Sérfræðingar geta einungis fengið dvalarleyfi ef skortur er á innlendum starfskrafti. Venstre leggur til að útlendingar verði metnir eftir punktakerfi og nái þeir ákveðnum punktafjölda megi þeir koma. Punktarnir verði gefnir eftir menntun, tungumálakunnáttu, aldri, starfsreynslu og maka. Bendt Bendtsen, efnahags- og atvinnumálaráðherra Danmerkur, segir að verið sé að vinna að nákvæmri formúlu, ríkisstjórnin sé þess meðvituð að það sé nauðsynlegt að laða fleiri hæfa starfskrafta til landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×