Erlent

EFTA ræðir við Rússland og Úkraínu

Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna, sem eru Noregur, Sviss, Ísland og Liechtenstein, ákváðu í gær að stefna að fríverslunarviðræðum við Rússland og Úkraínu. Jafnframt var ákveðið að leita í auknum mæli eftir fríverslunarsamningum við stór og mikilvæg viðskiptaríki, án tillits til þess hvort Evrópusambandið ætli að gera fríverslunarsamninga við viðkomandi ríki. Þannig hefur EFTA þegar gert slíkan samning við Singapúr, er langt komið með samning við Suður-Kóreu og stefnir nú að samningsgerð við Japan og Kína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×