Framsókn í miklum vanda 28. júní 2005 00:01 Framsóknarflokkurinn gæti tapað allt að helmingi þingmanna sinna ef kosið væri nú samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Könnunin var hluti af þjóðarpúlsi Gallup þar sem mæld var afstaða kjósenda til einstakra stjórnmálaflokka. Í könnuninni mældist Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósenta fylgi á landsvísu sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst í þjóðarpúlsi Gallup en flokkurinn hlaut 17,7 prósent atkvæða í kosningunum 2003 og 12 þingmenn kjörna. Þetta er sami fjöldi og flokkurinn fékk í kosningunum 1999 en flokkurinn tapaði 0,7 prósent atkvæða á milli þeirra kosninga. Úrtakið í könnun Gallup var 2.344 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 61 af hundraði en hafa ber í huga að mjög lítið úrtak er í hverju kjördæmi fyrir sig eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu. Slíkt getur skekkt áreiðanleika könnunarinnar. Hrun í norðausturkjördæmi Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær tapar flokkurinn rúmlega 20 prósentustigum í könnun Gallup í norðausturkjördæmi og tapar hann hvergi jafn miklu fylgi á landinu. Þar fékk hann fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum en samkvæmt könnun Gallup fengi hann einn kjördæmakjörinn þingmann í kjördæminu og hugsanlega uppbótarþingmann. Fréttablaðið hefur stuðst við útreikninga sérfræðings við forsendur á reiknuðum þingmannafjölda hvers kjördæmis en þar sem úrtak Gallup í hverju kjördæmi var mjög lítið getur verið um óáreiðanlegar tölur að ræða auk þess sem ekki eru bein áhrif á milli fylgis flokkanna og þingmannafjölda í hverju kjördæmi. Fylgi í öðrum kjördæmum getur haft þar mikil áhrif og hefur haft það, til að mynda í síðustu þingkosningum. Forsætisráðherra af þingi Samkvæmt könnuninni myndi flokkurinn einnig missa tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður en þar eru fyrir Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, og Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Sama á við um Reykjavíkurkjördæmi suður en Fréttablaðið sagði frá því um síðustu helgi að fylgi flokksins í kjördæminu væri langt fyrir neðan kjörfylgi og dygði líklega ekki til að flokkurinn fengi þar kjördæmakjörinn þingmann. Eina kjördæmið þar sem öruggt er að flokkurinn myndi halda sínum þingmanni væri suðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn héldi sínum eina þingmanni. Það kjördæmi þar sem flokkurinn tapar hvað minnstu fylgi hlutfallslega er hins vegar suðurkjördæmi þar sem Guðni Ágústsson hefur leitt lista framsóknarmanna. Mögulegt er þó að flokkurinn myndi tapa einum þingmanni þar þótt það sé ólíklegt og hann myndi að öllum líkindum fá uppbótarþingmann. Geta tapað helmingi þingmanna Mögulegt er að Framsóknarflokkurinn geti tapað helmingi þingmanna sinna miðað við könnun Gallup. Hér hafa þó aðrir þættir einnig áhrif svo sem fylgi annarra flokka og sérstaklega Frjálslynda flokksins en flokkurinn hefur nú þrjá þingmenn en fékk fjóra kjörna og mældist með tiltölulega lítið fylgi í könnuninni og aðeins 10,4 prósent í norðvesturkjördæmi. Það kjördæmi hefur verið sterkasta kjördæmi flokksins og hefur verið eina kjördæmið þar sem flokkurinn hefur fengið kjördæmakjörinn þingmann. Auk þess er ljóst að ákveðnar kjördæmabreytingar munu eiga sér stað með tilfærslu þingmanna milli kjördæma og er ekki tekið tillit til þess við útreikninga sem þessi samanburður nær til. Ekkert breytir þó því að Framsóknarflokkurinn er í sögulegri lægð og þarf mikið að breytast hjá flokknum til að hann nái kjörfylgi. Næsti þjóðarpúls Gallup verður birtur í byrjun júlí. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira
Framsóknarflokkurinn gæti tapað allt að helmingi þingmanna sinna ef kosið væri nú samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Könnunin var hluti af þjóðarpúlsi Gallup þar sem mæld var afstaða kjósenda til einstakra stjórnmálaflokka. Í könnuninni mældist Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósenta fylgi á landsvísu sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst í þjóðarpúlsi Gallup en flokkurinn hlaut 17,7 prósent atkvæða í kosningunum 2003 og 12 þingmenn kjörna. Þetta er sami fjöldi og flokkurinn fékk í kosningunum 1999 en flokkurinn tapaði 0,7 prósent atkvæða á milli þeirra kosninga. Úrtakið í könnun Gallup var 2.344 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 61 af hundraði en hafa ber í huga að mjög lítið úrtak er í hverju kjördæmi fyrir sig eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu. Slíkt getur skekkt áreiðanleika könnunarinnar. Hrun í norðausturkjördæmi Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær tapar flokkurinn rúmlega 20 prósentustigum í könnun Gallup í norðausturkjördæmi og tapar hann hvergi jafn miklu fylgi á landinu. Þar fékk hann fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum en samkvæmt könnun Gallup fengi hann einn kjördæmakjörinn þingmann í kjördæminu og hugsanlega uppbótarþingmann. Fréttablaðið hefur stuðst við útreikninga sérfræðings við forsendur á reiknuðum þingmannafjölda hvers kjördæmis en þar sem úrtak Gallup í hverju kjördæmi var mjög lítið getur verið um óáreiðanlegar tölur að ræða auk þess sem ekki eru bein áhrif á milli fylgis flokkanna og þingmannafjölda í hverju kjördæmi. Fylgi í öðrum kjördæmum getur haft þar mikil áhrif og hefur haft það, til að mynda í síðustu þingkosningum. Forsætisráðherra af þingi Samkvæmt könnuninni myndi flokkurinn einnig missa tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður en þar eru fyrir Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, og Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Sama á við um Reykjavíkurkjördæmi suður en Fréttablaðið sagði frá því um síðustu helgi að fylgi flokksins í kjördæminu væri langt fyrir neðan kjörfylgi og dygði líklega ekki til að flokkurinn fengi þar kjördæmakjörinn þingmann. Eina kjördæmið þar sem öruggt er að flokkurinn myndi halda sínum þingmanni væri suðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn héldi sínum eina þingmanni. Það kjördæmi þar sem flokkurinn tapar hvað minnstu fylgi hlutfallslega er hins vegar suðurkjördæmi þar sem Guðni Ágústsson hefur leitt lista framsóknarmanna. Mögulegt er þó að flokkurinn myndi tapa einum þingmanni þar þótt það sé ólíklegt og hann myndi að öllum líkindum fá uppbótarþingmann. Geta tapað helmingi þingmanna Mögulegt er að Framsóknarflokkurinn geti tapað helmingi þingmanna sinna miðað við könnun Gallup. Hér hafa þó aðrir þættir einnig áhrif svo sem fylgi annarra flokka og sérstaklega Frjálslynda flokksins en flokkurinn hefur nú þrjá þingmenn en fékk fjóra kjörna og mældist með tiltölulega lítið fylgi í könnuninni og aðeins 10,4 prósent í norðvesturkjördæmi. Það kjördæmi hefur verið sterkasta kjördæmi flokksins og hefur verið eina kjördæmið þar sem flokkurinn hefur fengið kjördæmakjörinn þingmann. Auk þess er ljóst að ákveðnar kjördæmabreytingar munu eiga sér stað með tilfærslu þingmanna milli kjördæma og er ekki tekið tillit til þess við útreikninga sem þessi samanburður nær til. Ekkert breytir þó því að Framsóknarflokkurinn er í sögulegri lægð og þarf mikið að breytast hjá flokknum til að hann nái kjörfylgi. Næsti þjóðarpúls Gallup verður birtur í byrjun júlí.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira