Innlent

Prófkjör hjá Framsókn

Framsóknarmenn í Kópavogi efna til opins prófkjörs til að velja sex efstu frambjóðendur flokksins til bæjarstjórnarkosninga næsta vor. Prófkjörið verður haldið á tímabilinu 29. október til 20. nóvember í haust og geta allir Kópavogsbúar, átján ára og eldri, kosið. Þeir einir geta gefið kost á sér sem eru flokksbundnir framsóknarmenn. Prófkjörið er bindandi séu niðurstöður þess í samræmi við reglur Framsóknarflokksins sem tryggja hvoru kyni um sig minnst 40% fulltrúa. Það þýðir að þrjár konur og þrír karlar eiga að raðast í sex efstu sætin, ella er prófkjörið óbindandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×