Innlent

Stefna enn á öryggisráðið

Engin breyting hefur orðið á stefnu stjórnvalda um framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. "Það er eðlilegt að það fari fram endurmat á stöðunni," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í viðtali á Stöð 2 og vísaði til þess að ólíkt því sem talið var í fyrstu þarf Ísland að há kosningabaráttu í von um að hreppa sæti í öryggisráðinu. Það breytir þó engu að sögn forsætisráðherra."Engin ný ákvörðun hefur verið tekin svo sú gamla stendur." Anders Fogh Rasmussen sagði Stöð 2 að Danir myndu styðja framboð Íslendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×