2 daga fangelsi fyrir lakkrís 29. júní 2005 00:01 Árni Emanúelsson, ríflega fertugur Hafnfirðingur, segist jafnvel hafa í hyggju að sitja af sér dóm sem hann hlaut fyrir tilraun til smygls á 7,3 kílóum af sælgæti, mestmegnis lakkrís og hlaupi, 5,45 kílóum af skinku og 20 dósum af pepsí. En Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari dæmdi Árna í gær til greiðslu 12 þúsund króna sektar í ríkissjóð ellegar sæta tveggja daga varðhaldi vegna þessa. Árni var á ferð með fjölskyldu sinni um norðurlönd en kom hingað til lands með Norrænu í lok nóvember á síðasta árs. Árni ók í land húsbíl fjölskyldunnar og rakleiðis í gegnum rautt hlið, merkt tollskyldur varningur, enda var húsbíll Árna nýinnfluttur og því tollskyldur samkvæmt skilningi laganna.Hliðið ekki nóg Árni varaði sig þó ekki á því að með því að aka í gegnum þetta hlið var ekki þar með sagt að hann hefði gefið tollvörðum nægilega til kynna að um tollskyldan varning væri að ræða í bílnum, þar sem á gólfi hans voru nokkrar pepsidósir auk sælgætis og skinku, enda litu tollverðir þannig á að þegar Árni hafi ekið bílnum inn í skemmu á tollsvæðinu á Seyðisfirði og bíllinn verið opnaður að þar með hefði hann gert tilraun til að koma inn til landsins meiru en þeim þremur kílóum af matvöru sem leyfilegt er án þess að greiða fyrir toll. Deilan fyrir dómi snerist því um það hvort Árni hefði verið spurður að því hvort hann væri með tollskyldan varning eða ekki og þá hvort hann hefði svarað því eða ekki. Sjálfur bendir Árni á að með því að aka í gegnum rauða hliðið hafi tollverðir geta sagt sér það sjálfir að hann væri með tollskyldan varning. Enda hafi meint góss hans ekki verið falið heldur legið á gólfi húsbílsins, sem eins og fram hefur komið var sjálfur tollskyldur.Mátti ekki greiða fyrir umframgott Árni bauðst til að greiða af umfram matvörunni, téðri skinku lakkrís og gosdósum, en það tóku tollverðir ekki í mál og sektuðu hann fyrir smygltilraunina og haldlögðu matvöruna. Árni undir ekki sektarboðinu enda var magn þeirra matvara þar ekki það sama og Árni afhenti tollvörðum og vigt að hans sögn út úr öllu korti, enda varan ekki vigtuð fyrr en eftir að sektarboðinu var synjað eins og kom fram í dómi héraðsdóms Austurlands sem dæmdi Árna eins og fyrr segir í til greiðslu tólf þúsund króna sektar eða fangelsis. Árni mun tæpast geta áfrýjað þessum dómi austfirðinga yfir honum enda þarf leyfi Hæstaréttar til. Árni íhugar nú að sitja af sér dóminn með tveggja daga fangelsi til að þess að sýna fram á fáranleika málsins, eins og hann orðaði það í Allt & Sumt á Talstöðinni í gær. Talstöðin Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Árni Emanúelsson, ríflega fertugur Hafnfirðingur, segist jafnvel hafa í hyggju að sitja af sér dóm sem hann hlaut fyrir tilraun til smygls á 7,3 kílóum af sælgæti, mestmegnis lakkrís og hlaupi, 5,45 kílóum af skinku og 20 dósum af pepsí. En Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari dæmdi Árna í gær til greiðslu 12 þúsund króna sektar í ríkissjóð ellegar sæta tveggja daga varðhaldi vegna þessa. Árni var á ferð með fjölskyldu sinni um norðurlönd en kom hingað til lands með Norrænu í lok nóvember á síðasta árs. Árni ók í land húsbíl fjölskyldunnar og rakleiðis í gegnum rautt hlið, merkt tollskyldur varningur, enda var húsbíll Árna nýinnfluttur og því tollskyldur samkvæmt skilningi laganna.Hliðið ekki nóg Árni varaði sig þó ekki á því að með því að aka í gegnum þetta hlið var ekki þar með sagt að hann hefði gefið tollvörðum nægilega til kynna að um tollskyldan varning væri að ræða í bílnum, þar sem á gólfi hans voru nokkrar pepsidósir auk sælgætis og skinku, enda litu tollverðir þannig á að þegar Árni hafi ekið bílnum inn í skemmu á tollsvæðinu á Seyðisfirði og bíllinn verið opnaður að þar með hefði hann gert tilraun til að koma inn til landsins meiru en þeim þremur kílóum af matvöru sem leyfilegt er án þess að greiða fyrir toll. Deilan fyrir dómi snerist því um það hvort Árni hefði verið spurður að því hvort hann væri með tollskyldan varning eða ekki og þá hvort hann hefði svarað því eða ekki. Sjálfur bendir Árni á að með því að aka í gegnum rauða hliðið hafi tollverðir geta sagt sér það sjálfir að hann væri með tollskyldan varning. Enda hafi meint góss hans ekki verið falið heldur legið á gólfi húsbílsins, sem eins og fram hefur komið var sjálfur tollskyldur.Mátti ekki greiða fyrir umframgott Árni bauðst til að greiða af umfram matvörunni, téðri skinku lakkrís og gosdósum, en það tóku tollverðir ekki í mál og sektuðu hann fyrir smygltilraunina og haldlögðu matvöruna. Árni undir ekki sektarboðinu enda var magn þeirra matvara þar ekki það sama og Árni afhenti tollvörðum og vigt að hans sögn út úr öllu korti, enda varan ekki vigtuð fyrr en eftir að sektarboðinu var synjað eins og kom fram í dómi héraðsdóms Austurlands sem dæmdi Árna eins og fyrr segir í til greiðslu tólf þúsund króna sektar eða fangelsis. Árni mun tæpast geta áfrýjað þessum dómi austfirðinga yfir honum enda þarf leyfi Hæstaréttar til. Árni íhugar nú að sitja af sér dóminn með tveggja daga fangelsi til að þess að sýna fram á fáranleika málsins, eins og hann orðaði það í Allt & Sumt á Talstöðinni í gær.
Talstöðin Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira