Innlent

Brotthvarfið lífsnauðsynlegt

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir að brotthvarf gyðinga frá Gasa-svæðinu sé lífsnauðsynlegt fyrir framtíð Ísraels. Lögreglan þurfti í gær að fjarlægja harðlínumenn sem eru andsnúnir brotthvarfinu frá helstu bækistöð þeirra á Gasa. Sharon sagði svæðið ekki geta orðið hluta af Ísrael, verði gert varanlegt samkomulag við Palestínumenn. Hann sagði jafnframt að til væri fólk sem reyni nú að velta stjórn hans úr sessi og stofni gyðinglegum og lýðræðislegum gildum Ísraels í hættu. Mikilvægt sé að berjast gegn þessum mönnum ef friður eigi að nást.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×