Beðið ákvörðunar forsetans 1. júlí 2005 00:01 Ríkisstjórn Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, er fallin. Þýska þingið felldi trauststillögu á stjórnina í morgun með 296 atkvæðum gegn 151. Beðið er ákvörðunar forsetans um hvort kosningar verði haldnar í haust. Schröder hafði hvatt þingmenn til að kjósa gegn ríkisstjórninni svo flýta mætti kosningum. Það gekk eftir en Schröder hafði lýst því yfir að hann yrði að fá endurnýjað umboð frá kjósendum til að koma heldur óvinsælum tillögum ríkisstjórnarinnar um efnahagsumbætur í gegn. Á þinginu í dag sagði hann að markmið sitt væri alveg ljóst: Hann vilji biðja forsetann um að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. „Þetta myndi gera mér og flokki mínum kleift að takast á við sársaukafull og erfið mál,“ sagði Schröder. Það er forsetinn, Horst Köhler, sem ákveður hvort þing verði rofið og boðað til kosninga ári fyrr en ætlað var. Hann hefur þrjár vikur til að taka ákvörðunina en ýmsir hafa gagnrýnt Schröder fyrir allt þetta sjónarspil og telja það að fella eigin ríkisstjórn vísvitandi geti jafnvel strítt gegn stjórnarskránni. Þetta á sér þó fordæmi. Árið 1982 tapaði þáverandi kanslari, Helmut Kohl, viljandi kosningu um vantraust á ríkisstjórn sína til að auka meirihluta sinn á þingi í næstu kosningum. SPD, Sósíaldemókrataflokkur Schröders, getur þó síður en svo treyst því að hann beri sigur úr býtum ef kosningar verða haldnar í haust en flokkurinn hefur undanfarið tapað í mikilvægum héraðskosningum. Allar líkur eru á að Kristilegir demókratar, með Angelu Merkel í broddi fylkingar, nái völdum en þeir hafa undanfarið mælst með allt upp í tuttugu prósentustigum meira fylgi í skoðanakönnunum. Merkel yrði þá fyrst kvenna til að gegna embætti kanslara Þýskalands. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Ríkisstjórn Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, er fallin. Þýska þingið felldi trauststillögu á stjórnina í morgun með 296 atkvæðum gegn 151. Beðið er ákvörðunar forsetans um hvort kosningar verði haldnar í haust. Schröder hafði hvatt þingmenn til að kjósa gegn ríkisstjórninni svo flýta mætti kosningum. Það gekk eftir en Schröder hafði lýst því yfir að hann yrði að fá endurnýjað umboð frá kjósendum til að koma heldur óvinsælum tillögum ríkisstjórnarinnar um efnahagsumbætur í gegn. Á þinginu í dag sagði hann að markmið sitt væri alveg ljóst: Hann vilji biðja forsetann um að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. „Þetta myndi gera mér og flokki mínum kleift að takast á við sársaukafull og erfið mál,“ sagði Schröder. Það er forsetinn, Horst Köhler, sem ákveður hvort þing verði rofið og boðað til kosninga ári fyrr en ætlað var. Hann hefur þrjár vikur til að taka ákvörðunina en ýmsir hafa gagnrýnt Schröder fyrir allt þetta sjónarspil og telja það að fella eigin ríkisstjórn vísvitandi geti jafnvel strítt gegn stjórnarskránni. Þetta á sér þó fordæmi. Árið 1982 tapaði þáverandi kanslari, Helmut Kohl, viljandi kosningu um vantraust á ríkisstjórn sína til að auka meirihluta sinn á þingi í næstu kosningum. SPD, Sósíaldemókrataflokkur Schröders, getur þó síður en svo treyst því að hann beri sigur úr býtum ef kosningar verða haldnar í haust en flokkurinn hefur undanfarið tapað í mikilvægum héraðskosningum. Allar líkur eru á að Kristilegir demókratar, með Angelu Merkel í broddi fylkingar, nái völdum en þeir hafa undanfarið mælst með allt upp í tuttugu prósentustigum meira fylgi í skoðanakönnunum. Merkel yrði þá fyrst kvenna til að gegna embætti kanslara Þýskalands.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira