Innlent

Kínversk sendinefnd gekk af fundi

Kínversk sendinefnd gekk af fundi með embættismönnum í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Ástæðan er heimsókn taívanskrar sendinefndar til Íslands þar sem utanríkisráðherrann er með í för. Kínverska sendinefndin sem stödd var hérlendis til að kynna sér öldrunarmál fékk símtal frá kínverska sendiráðinu og batt enda á fundinn eftir það. Kínverska sendiráðið sendi síðan þau skilaboð að vegna taívönsku heimsóknarinnar, jafnvel þótt hún sé óopinber, verði allar heimsóknir kínverskra embættismanna hingað til lands stöðvaðar. Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×