Foreldrarnir vilja áfrýjun 12. júlí 2005 00:01 Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða. Umferðarstofa segir að dómstólar verði að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið í svona málum. Þar gæti ekki þeirra forvarnarsjónarmiða sem Umferðarstofa vill halda á lofti. Stúlkan, sem var á fimmtánda ári, var á gangi á Bíldudalsvegi ásamt yngri stúlku og hundi. Hundurinn hljóp út á veginn og stökk stúlkan á eftir honum og varð þá fyrir bílnum sem ekið var á miklum hraða eftir veginum. Ökumaðurinn kveðst sjálfur hafa verið á 150 kílómetra hraða skömmu áður, en þegar hann sá stúlkurnar á gangi hafi hann hægt ferðina og beygt til vinstri. Sérfræðingur sem kallaður var til telur að bíllinn hafi verið á 112 kílómetra hraða þegar stúlkan lenti á honum en hún kastaðist 25 metra við höggið. Ökumaðurinn var dæmdur í mánaðar fangelsi, skilorðsbundið, og til sex mánaða ökuleyfissviptingar. Foreldrar stúlkunnar kröfðust miskabóta en Héraðsdómur Vestfjarða vísaði þeirri kröfu frá dómi. Skilyrði til greiðslu bóta þurfi að vera ásetningur eða stórfellt gáleysi og taldi dómarinn að ökumaðurinn hafi ekki sýnt svo stórfellt gáleysi að lagaskilyrði séu til bótagreiðslu. Að sögn réttargæslumanns foreldranna hafa þeir falið honum að skrifa ríkissaksóknara bréf þar sem farið er fram á að dómi héraðsdóms verði áfrýjað og að Hæstiréttur fjalli um þetta mat héraðsdómarans. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vildi ekki tjá sig um þennan einstaka dóm en sagði að dómstólar þurfi að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið. Þau séu ekki alltaf í samræmi við þau forvarnarsjónarmið sem Umferðarstofa vilji að haldið sé á lofti. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða. Umferðarstofa segir að dómstólar verði að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið í svona málum. Þar gæti ekki þeirra forvarnarsjónarmiða sem Umferðarstofa vill halda á lofti. Stúlkan, sem var á fimmtánda ári, var á gangi á Bíldudalsvegi ásamt yngri stúlku og hundi. Hundurinn hljóp út á veginn og stökk stúlkan á eftir honum og varð þá fyrir bílnum sem ekið var á miklum hraða eftir veginum. Ökumaðurinn kveðst sjálfur hafa verið á 150 kílómetra hraða skömmu áður, en þegar hann sá stúlkurnar á gangi hafi hann hægt ferðina og beygt til vinstri. Sérfræðingur sem kallaður var til telur að bíllinn hafi verið á 112 kílómetra hraða þegar stúlkan lenti á honum en hún kastaðist 25 metra við höggið. Ökumaðurinn var dæmdur í mánaðar fangelsi, skilorðsbundið, og til sex mánaða ökuleyfissviptingar. Foreldrar stúlkunnar kröfðust miskabóta en Héraðsdómur Vestfjarða vísaði þeirri kröfu frá dómi. Skilyrði til greiðslu bóta þurfi að vera ásetningur eða stórfellt gáleysi og taldi dómarinn að ökumaðurinn hafi ekki sýnt svo stórfellt gáleysi að lagaskilyrði séu til bótagreiðslu. Að sögn réttargæslumanns foreldranna hafa þeir falið honum að skrifa ríkissaksóknara bréf þar sem farið er fram á að dómi héraðsdóms verði áfrýjað og að Hæstiréttur fjalli um þetta mat héraðsdómarans. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vildi ekki tjá sig um þennan einstaka dóm en sagði að dómstólar þurfi að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið. Þau séu ekki alltaf í samræmi við þau forvarnarsjónarmið sem Umferðarstofa vilji að haldið sé á lofti.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira