Foreldrarnir vilja áfrýjun 12. júlí 2005 00:01 Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða. Umferðarstofa segir að dómstólar verði að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið í svona málum. Þar gæti ekki þeirra forvarnarsjónarmiða sem Umferðarstofa vill halda á lofti. Stúlkan, sem var á fimmtánda ári, var á gangi á Bíldudalsvegi ásamt yngri stúlku og hundi. Hundurinn hljóp út á veginn og stökk stúlkan á eftir honum og varð þá fyrir bílnum sem ekið var á miklum hraða eftir veginum. Ökumaðurinn kveðst sjálfur hafa verið á 150 kílómetra hraða skömmu áður, en þegar hann sá stúlkurnar á gangi hafi hann hægt ferðina og beygt til vinstri. Sérfræðingur sem kallaður var til telur að bíllinn hafi verið á 112 kílómetra hraða þegar stúlkan lenti á honum en hún kastaðist 25 metra við höggið. Ökumaðurinn var dæmdur í mánaðar fangelsi, skilorðsbundið, og til sex mánaða ökuleyfissviptingar. Foreldrar stúlkunnar kröfðust miskabóta en Héraðsdómur Vestfjarða vísaði þeirri kröfu frá dómi. Skilyrði til greiðslu bóta þurfi að vera ásetningur eða stórfellt gáleysi og taldi dómarinn að ökumaðurinn hafi ekki sýnt svo stórfellt gáleysi að lagaskilyrði séu til bótagreiðslu. Að sögn réttargæslumanns foreldranna hafa þeir falið honum að skrifa ríkissaksóknara bréf þar sem farið er fram á að dómi héraðsdóms verði áfrýjað og að Hæstiréttur fjalli um þetta mat héraðsdómarans. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vildi ekki tjá sig um þennan einstaka dóm en sagði að dómstólar þurfi að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið. Þau séu ekki alltaf í samræmi við þau forvarnarsjónarmið sem Umferðarstofa vilji að haldið sé á lofti. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða. Umferðarstofa segir að dómstólar verði að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið í svona málum. Þar gæti ekki þeirra forvarnarsjónarmiða sem Umferðarstofa vill halda á lofti. Stúlkan, sem var á fimmtánda ári, var á gangi á Bíldudalsvegi ásamt yngri stúlku og hundi. Hundurinn hljóp út á veginn og stökk stúlkan á eftir honum og varð þá fyrir bílnum sem ekið var á miklum hraða eftir veginum. Ökumaðurinn kveðst sjálfur hafa verið á 150 kílómetra hraða skömmu áður, en þegar hann sá stúlkurnar á gangi hafi hann hægt ferðina og beygt til vinstri. Sérfræðingur sem kallaður var til telur að bíllinn hafi verið á 112 kílómetra hraða þegar stúlkan lenti á honum en hún kastaðist 25 metra við höggið. Ökumaðurinn var dæmdur í mánaðar fangelsi, skilorðsbundið, og til sex mánaða ökuleyfissviptingar. Foreldrar stúlkunnar kröfðust miskabóta en Héraðsdómur Vestfjarða vísaði þeirri kröfu frá dómi. Skilyrði til greiðslu bóta þurfi að vera ásetningur eða stórfellt gáleysi og taldi dómarinn að ökumaðurinn hafi ekki sýnt svo stórfellt gáleysi að lagaskilyrði séu til bótagreiðslu. Að sögn réttargæslumanns foreldranna hafa þeir falið honum að skrifa ríkissaksóknara bréf þar sem farið er fram á að dómi héraðsdóms verði áfrýjað og að Hæstiréttur fjalli um þetta mat héraðsdómarans. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vildi ekki tjá sig um þennan einstaka dóm en sagði að dómstólar þurfi að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið. Þau séu ekki alltaf í samræmi við þau forvarnarsjónarmið sem Umferðarstofa vilji að haldið sé á lofti.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira