Innlent

Í skoðun í Sjávarútvegsráðuneytinu

"Við höfum verið með þetta í skoðun innan ráðuneytisins en þetta snýst um túlkunaratriði þessa samnings," segir Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, vegna gagnrýni Eftirlitsstofnunar EFTA á Íslendinga og Norðmenn vegna sölu landanna á frosnum fiski frá fyrirtækjum í Rússlandi til landa innan evrópska efnahagssvæðisins. Kveða reglur sambandsins á um að slíkt megi aðeins ef í hlut eiga rússnesk fyrirtæki sem hlotið hafa gæðavottun frá EFTA en það hefur farið milli mála að mati EFTA. Hefur eftirlitsaðili þeirra hér á landi, Ketil Rykhus, sagt íslensk stjórnvöld hafa fengið lokafrest til að útkljá málið en sjávarútvegsráðherra kannast ekki við það. "Ég kannaði það sérstaklega þegar ég heyrði af þessu hvort svo væri en fann engar upplýsingar hvorki hjá ráðuneytinu né annars staðar. Mögulega er sú krafa föst í kerfinu einhvers staðar en það þykir mér ólíklegt. Mér finnst hins vegar athugavert að EFTA skuli nota fjölmiðla til að koma málum sínum á framfæri í stað þess að tala beint við stjórnvöld."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×