Erlent

Vopnahlé í Indónesíu

Ríkisstjórn Indónesíu og baráttusamtök fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs náðu sáttum í dag á fundi sínum í Helsinki í Finnlandi eftir að samtökin drógu úr kröfum sínum. Samtökin hafa barist fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs síðastliðin þrjátíu ár og hafa rúmlega tólf þúsund manns fallið í átökum þeirra við stjórnarher Indónesíu. Ráðgert er að vopnahléssáttmáli verði undirritaður þann 15. ágúst næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×