Íbúðalánasjóð í stjórnsýsluúttekt 19. júlí 2005 00:01 Félagsmálanefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar á morgun, en eina málið á dagskrá er 80 milljarða króna útlán Íbúðalánasjóðs til sparisjóða og banka. Fulltrúar frá Íbúðalánasjóði, Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum, viðskiptabönkunum og fleiri verða kallaðir fyrir nefndina. "Margir telja að Íbúðalánasjóður hafi tekið á sig ábyrgðir með þessum lánum til banka og sparisjóða sem enginn lagagrundvöllur er fyrir. Ég mun krefja forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs um aðgang að samningum sem sjóðurinn hefur gert við sparisjóði og banka. Hér er verið að tala um gríðarlega fjármuni og af þeim sökum ætla ég að fara fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Íbúðalánasjóði," segir Jóhanna. Uppgreiðslur á lánum frá Íbúðalánasjóði nema nú vel á annað hundrað milljörðum króna. Þar af hefur sjóðurinn lánað bönkum og sparisjóðum 80 milljarða króna. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri segir að hægt hefði verið að veita Íbúðalánasjóði mikið öryggi og mun hærri vexti en fyrir liðlega ári - eða allt að 9,1 prósent - ef sjóðurinn hefði lagt milljarðana inn í Seðlabankann í stað þess að setja fjármagnið strax út á lánamarkaðinn. Það hefði auðveldað glímuna við verðbólguna. Árni Páll Árnason lögmaður hefur unnið álitsgerð fyrir Íbúðalánasjóð um lögmæti lánanna til sparisjóða og banka. Hann segir að sjóðurinn geti ekki fórnað hagsmunum sínum fyrir efnahagsstefnu stjórnvalda. "Það verður að tryggja langtímaávöxtun á svo miklu fé og ekki hægt að láta það liggja á bók í Seðlabankanum. Staða Íbúðalánasjóðs er sterk þrátt fyrir erfiðleikana." Jóhanna Sigurðardóttir segist vilja vita hvaða áhættu Íbúðalánasjóður sé að taka. "Eitt atriði þessa máls er að bankar og sparisjóðir hafa rýmri reglur en Íbúðalánasjóður sem má að hámarki lána 16 milljónir króna. Við vitum að bankar og sparisjóðir lána allt að 25 milljónir króna. Ég vil vita hvort sjóðurinn ábyrgist eitthvað í þessum efnum. Ber hann einhverja ábyrgð ef lántakandi stendur ekki í skilum og sparisjóður hans verður fyrir skakkaföllum?" spyr Jóhanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Félagsmálanefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar á morgun, en eina málið á dagskrá er 80 milljarða króna útlán Íbúðalánasjóðs til sparisjóða og banka. Fulltrúar frá Íbúðalánasjóði, Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum, viðskiptabönkunum og fleiri verða kallaðir fyrir nefndina. "Margir telja að Íbúðalánasjóður hafi tekið á sig ábyrgðir með þessum lánum til banka og sparisjóða sem enginn lagagrundvöllur er fyrir. Ég mun krefja forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs um aðgang að samningum sem sjóðurinn hefur gert við sparisjóði og banka. Hér er verið að tala um gríðarlega fjármuni og af þeim sökum ætla ég að fara fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Íbúðalánasjóði," segir Jóhanna. Uppgreiðslur á lánum frá Íbúðalánasjóði nema nú vel á annað hundrað milljörðum króna. Þar af hefur sjóðurinn lánað bönkum og sparisjóðum 80 milljarða króna. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri segir að hægt hefði verið að veita Íbúðalánasjóði mikið öryggi og mun hærri vexti en fyrir liðlega ári - eða allt að 9,1 prósent - ef sjóðurinn hefði lagt milljarðana inn í Seðlabankann í stað þess að setja fjármagnið strax út á lánamarkaðinn. Það hefði auðveldað glímuna við verðbólguna. Árni Páll Árnason lögmaður hefur unnið álitsgerð fyrir Íbúðalánasjóð um lögmæti lánanna til sparisjóða og banka. Hann segir að sjóðurinn geti ekki fórnað hagsmunum sínum fyrir efnahagsstefnu stjórnvalda. "Það verður að tryggja langtímaávöxtun á svo miklu fé og ekki hægt að láta það liggja á bók í Seðlabankanum. Staða Íbúðalánasjóðs er sterk þrátt fyrir erfiðleikana." Jóhanna Sigurðardóttir segist vilja vita hvaða áhættu Íbúðalánasjóður sé að taka. "Eitt atriði þessa máls er að bankar og sparisjóðir hafa rýmri reglur en Íbúðalánasjóður sem má að hámarki lána 16 milljónir króna. Við vitum að bankar og sparisjóðir lána allt að 25 milljónir króna. Ég vil vita hvort sjóðurinn ábyrgist eitthvað í þessum efnum. Ber hann einhverja ábyrgð ef lántakandi stendur ekki í skilum og sparisjóður hans verður fyrir skakkaföllum?" spyr Jóhanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira