Innlent

Indland næst á dagskrá

Davíð Oddsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir undirbúningi að nýju sendiráði Íslands á Indlandi á ríkisstjórnarfundi í gær. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður hans, segir að hugsanlega taki það til starfa um næstu áramót. "Þetta er í samræmi við aukna áherslu á samskipti við Asíu og markaði þar," segir Illugi. Hann bendir á tvíhliða viðskiptasamninga sem þjóðirnar hafi gert og samninga sem gerðir hafa verið í nafni EFTA. Hugsanlegt er að starfsemin í Strassborg verði flutt til Parísar í sparnaðarskyni um leið og kostnaður utanríkisþjónustunnar í Asíu eykst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×