Innlent

Kolmunnakvótinn minni en í fyrra

Íslensk skip mega veiða 590.000 lestir af kolmunna á þessu ári að því er sjávarútvegsráðherra ákvað í gær. Kvóti ársins verður því 123.000 lestum minni en árið 2004 að því er segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Ákvörðun um heildarkvóta ársins er tekin í ljósi ráðlegginga um mikilvægi þess að minnka sókn í kolmunna. Einnig tekur hún mið af veiðistöðvun Norðmanna og viðbrögðum Evrópusambandsins og Færeyja við henni. Ekki hefur náðst samkomulag um veiðar og skiptingu kolmunnakvóta en vonast er til þess að tilslakanir ríkjanna geti hreyft við samningagerð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×