Innlent

Öllum verði tryggð skólavist

Stjórn Heimdallar hefur skorað á fjármála- og menntamálaráðherra að tryggja öllu ungu fólki á Íslandi skólavist. Heimdallur vísar til þess að á hátíðarstundum sé talað um unga fólkið sem framtíðarauð þjóðarinnar og að talað sé um þekkingarþjóðfélag. Sagt sé að Ísland standi jafnfætist því sem best gerist í heiminum. Í framhaldinu, segir Heimdallur, standi þjóðin því miður ekki undir þessu á mesta hagvaxtarskeiði Íslands þar sem ungt fólk, sem vill stunda nám í framhaldsskólum og háskólum á Íslandi, er vísað frá skóla vegna ónógra fjárframlaga ríkisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×