Innlent

Heimdallur vill alla í skóla

Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sendi í gær frá sér ályktun þar sem félagið skoraði á samflokksmenn sína, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Þorgerði Katríni Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að tryggja það að allt ungt fólk á Íslandi fengi skólavist, en í ályktuninni segir að hópur ungs fólks komist ekki í framhaldsskóla eða háskóla í haust. Ályktunin birtist í heild á www.heimdallur.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×