Fimm í eins leiks bann
5 leikmenn í Landsbankadeildinni voru í gær dæmdir í eins leiks bann. Davíð Þór Viðarsson FH og Sölvi Sturluson úr KR voru reknir af velli en Bjarnólfur Lárusson KR fær leikbann vegna 6 gulra spjalda og Eyjamennirnir Andri Ólafsson og Heimir Snær Guðmundsson vegna fjögurra gulra spjalda. Tveir leikmenn fengu þriggja leikja bann; Leifur Guðjónsson GG og Oddur Björnsson markvörður Gróttu en þeir voru reknir útaf í leik liðanna í 3. deild 19. júlí. Dómarinn í þeim leik veifaði rauða spjaldinu fjórum sinnum og því gula 8 sinnum. Grótta vann leikinn 5-1.