Keflavík jafnaði Evrópumet Skagans 28. júlí 2005 00:01 Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Keflvíkingar fóru inn í síðari leikinn gegn Etzella í gær með fjögurra marka forskot og því ljóst að eitthvað mikið þurfti að gerast í Laugardalnum ef þeir áttu að falla úr keppni. Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill en Keflvíkingar sáu um að eiga færin og voru óheppnir að ná ekki að skora þegar Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson áttu tvö þrumuskot í tréverkið úr sömu sókninni. Auk þess fengu þeir nokkur góð skallafæri, það besta fékk Guðmundur eftir frábæran undirbúning Hólmars Arnar Rúnarssonar. Etzella byrjaði síðari hálfleikinn af nokkrum krafti en gekk illa að halda boltanum innan liðsins og sóknir Keflvíkinga voru hættulegri. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiktímanum kom fyrra markið en það skoraði Hörður Sveinsson. Guðjón Antoníusson fékk að líta rauða spjaldið tíu mínútum fyrir leikslok en þrátt fyrir að vera einum færri bættu Keflvíkingar við. Gunnar Hilmar Kristinsson gerði síðan síðara markið eftir sendingu frá Herði. Þetta var fyrsta mark Gunnars fyrir Keflavík en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. „Það var mögnuð tilfinning að ná að skora mitt fyrsta mark. Það er mjög góð reynsla að fá að taka þátt í Evrópukeppninni og sérstaklega þegar okkur gengur svona vel. Etzella er með alveg þokkalegt lið en vörnin er mjög léleg og þá voru þeir fullgrófir. Áherslan var lögð á að halda hreinu í þessum leik og það tókst," sagði Gunnar Hilmar. Hörður Sveinsson var ánægður með sigurinn. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem kemur sér vel fyrir komandi leiki í deildinni og einnig fyrir næsta Evrópuleik," sagði Hörður, sem bætti við sitt eigið met með því að skora fimm mörk í umferðinni. Keflavíkurliðið jafnaði einnig Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Keflvíkingar fóru inn í síðari leikinn gegn Etzella í gær með fjögurra marka forskot og því ljóst að eitthvað mikið þurfti að gerast í Laugardalnum ef þeir áttu að falla úr keppni. Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill en Keflvíkingar sáu um að eiga færin og voru óheppnir að ná ekki að skora þegar Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson áttu tvö þrumuskot í tréverkið úr sömu sókninni. Auk þess fengu þeir nokkur góð skallafæri, það besta fékk Guðmundur eftir frábæran undirbúning Hólmars Arnar Rúnarssonar. Etzella byrjaði síðari hálfleikinn af nokkrum krafti en gekk illa að halda boltanum innan liðsins og sóknir Keflvíkinga voru hættulegri. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiktímanum kom fyrra markið en það skoraði Hörður Sveinsson. Guðjón Antoníusson fékk að líta rauða spjaldið tíu mínútum fyrir leikslok en þrátt fyrir að vera einum færri bættu Keflvíkingar við. Gunnar Hilmar Kristinsson gerði síðan síðara markið eftir sendingu frá Herði. Þetta var fyrsta mark Gunnars fyrir Keflavík en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. „Það var mögnuð tilfinning að ná að skora mitt fyrsta mark. Það er mjög góð reynsla að fá að taka þátt í Evrópukeppninni og sérstaklega þegar okkur gengur svona vel. Etzella er með alveg þokkalegt lið en vörnin er mjög léleg og þá voru þeir fullgrófir. Áherslan var lögð á að halda hreinu í þessum leik og það tókst," sagði Gunnar Hilmar. Hörður Sveinsson var ánægður með sigurinn. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem kemur sér vel fyrir komandi leiki í deildinni og einnig fyrir næsta Evrópuleik," sagði Hörður, sem bætti við sitt eigið met með því að skora fimm mörk í umferðinni. Keflavíkurliðið jafnaði einnig Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira