Innlent

Talar fyrir punktakerfi í Kópavogi

Ólafur Þór Gunnarsson læknir, sem var efsti maður á lista Vinstri grænna í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi, segir aðalatriðið að úthlutunarkerfi sé gagnsætt og fyrirsjáanlegt. "Það er engin sanngirni í því að þú getir fengið lóð út á það hver þú ert og hvað þú heitir." Lóðaúthlutun í Þingum við Elliðavatn hefur valdið deilum ekki síst í ljósi þess að margt frægt fólk og skyldmenni bæjarfulltrúa fengu lóðir. Að sögn Ólafs er hægt að nota þrjár leiðir í úthlutun: Happdrætti, lóðauppboð og punktakerfi. Í því kerfi fái maður ákveðna punkta fyrir búsetu, fjölskyldustærð, fyrir að hafa sótt um lóð áður og fleira. Til að mynda sé hægt að taka þætti eins og aldur inn í kerfið. Hann segir þó að erfitt hafi reynst að gera punktakerfi sem þyki sanngjarnt. "Þá er í það minnsta hægt að gera fyrirsjáanlegar reglur. Það er verið úthluta verðmætum og fólk þarf að trúa því að kerfið sé þannig úr garði gert að allir sitji við sama borð."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×