Innlent

Allir bæir á Vestfjörðum fá kvóta

Siglufjörður, Súðavík og Stykkishólmur fá mestan byggðakvóta í ár, eða 210 tonn hvert sveitarfélag. Á Vestfjörðum fá öll sveitarfélög úthlutað kvóta. Mest fær Súðavík 210 tonn og þar á eftir koma Bíldudalur og Ísafjörður með 140 tonn. Á Austfjörðum fær Breiðdalshreppur rúm 160 tonn og Raufarhafnarhreppur fær 95 tonn. Á Norðurlandi fá Siglfirðingar mest, eða 210 tonn. Athygli vekur að á Suðurlandi fær Stokkseyri níu tonnum úthlutað og Eyrarbakki fær 42 tonn, en mörg ár eru liðin frá því útræði var hætt frá þessum stöðum. Fæst tonnin fara til Árneshrepps, Brjánslæks og Hauganess eða fimm tonn til hvers staðar. Alls var úthlutað rúmum fjögur þúsund tonnum til 32 sveitarfélaga, en útgerðarmenn á hverjum stað í samstarfi við sveitarfélög sækja um byggðakvóta til sjávarútvegsráðuneytisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×