Varað við skattalækkunum 6. ágúst 2005 00:01 "Með því að bæta skattalækkunum ofan á þá þenslu sem nú er í þjóðfélaginu þá teljum við að verðbólga getið farið af stað enn frekar en nú er orðið og við höfum varað mjög við þessum tímasetningum," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Fréttablaðið greindi frá því í gær að búast megi við því að tekjuskattur lækki um áramótin um tvö prósent og einnig má búast á næstunni við því að neðra þrep virðisaukaskatts, sem einkum leggst á matvæli og nauðsynjavörur, lækki verulega. Gylfi segir að brýnna sé að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin svo og atvinnuleysisbætur, bætur til öryrkja og ellilífeyrisþega. "Þessir hópar hafa ekki fengið að njóta sömu hækkana og mér finnst að þegar ríkissjóður er aflögufær eigi að bæta stöðu þessara hópa áður en ráðist er í skattalækkanir. Lækkun skattprósentunnar er mun hagstæðari fyrir þá tekjuhærri en þá tekjulægri, þess vegna höfum við verið mun jákvæðari gagnvart lækkun á virðisaukaskatti á matvæli og fögnum henni ef af verður," segir Gylfi. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir erfitt að tjá sig um mögulegar breyttar tillögur því þær hafi ekki verið kynntar opinberlega enn sem komið er. "Ég held það hljóti hins vegar að vera svo að það spili inn í afstöðu stjórnmálamanna hvernig staðan í efnahagsmálum og á vinnumarkaði er. Þá er ég að vísa til þess að ef einhver upplausn verður á vinnumarkaði um áramótin vegna endurskoðunar kjarasamninga þá teldi ég mikla goðgá að spila skattalækkunum inn í þá stöðu," segir Ari. Ari segir að viðbrögð Samtaka atvinnulífsins á skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar hafi verið jákvæð og telur að frekari skattalækkanir þurfi ekki að að velda meiri þenslu en nú er. Hann segist gera sér vonir um að skattalækkanir fyrir almenning og að sá kaupmáttur sem fólk fær út úr þeim ráðstöfunum til viðbótar við launahækkanir, mælist vel fyrir og verði til þess að treysta frið á vinnumarkaði og stuðla þannig að stöðugleika í efnahagslífinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
"Með því að bæta skattalækkunum ofan á þá þenslu sem nú er í þjóðfélaginu þá teljum við að verðbólga getið farið af stað enn frekar en nú er orðið og við höfum varað mjög við þessum tímasetningum," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Fréttablaðið greindi frá því í gær að búast megi við því að tekjuskattur lækki um áramótin um tvö prósent og einnig má búast á næstunni við því að neðra þrep virðisaukaskatts, sem einkum leggst á matvæli og nauðsynjavörur, lækki verulega. Gylfi segir að brýnna sé að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin svo og atvinnuleysisbætur, bætur til öryrkja og ellilífeyrisþega. "Þessir hópar hafa ekki fengið að njóta sömu hækkana og mér finnst að þegar ríkissjóður er aflögufær eigi að bæta stöðu þessara hópa áður en ráðist er í skattalækkanir. Lækkun skattprósentunnar er mun hagstæðari fyrir þá tekjuhærri en þá tekjulægri, þess vegna höfum við verið mun jákvæðari gagnvart lækkun á virðisaukaskatti á matvæli og fögnum henni ef af verður," segir Gylfi. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir erfitt að tjá sig um mögulegar breyttar tillögur því þær hafi ekki verið kynntar opinberlega enn sem komið er. "Ég held það hljóti hins vegar að vera svo að það spili inn í afstöðu stjórnmálamanna hvernig staðan í efnahagsmálum og á vinnumarkaði er. Þá er ég að vísa til þess að ef einhver upplausn verður á vinnumarkaði um áramótin vegna endurskoðunar kjarasamninga þá teldi ég mikla goðgá að spila skattalækkunum inn í þá stöðu," segir Ari. Ari segir að viðbrögð Samtaka atvinnulífsins á skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar hafi verið jákvæð og telur að frekari skattalækkanir þurfi ekki að að velda meiri þenslu en nú er. Hann segist gera sér vonir um að skattalækkanir fyrir almenning og að sá kaupmáttur sem fólk fær út úr þeim ráðstöfunum til viðbótar við launahækkanir, mælist vel fyrir og verði til þess að treysta frið á vinnumarkaði og stuðla þannig að stöðugleika í efnahagslífinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira