Innlent

Framboðsmál enn í lausu lofti

Stefnt er að því að viðræðunefnd flokkanna sem standa að R-listanum komi saman á morgun, en hún hefur ekki haldið fund síðan fyrir verslunarmannahelgi og má því segja að framboðsmál listans séu enn í lausu lofti. Það er enn óljóst hvort flokkanrnir ætla að standa að sameiginlegum lista fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Átján manna forystusveit Samfylkingarinnar kemur saman til fyrsta formlega fundar eftir sumarleyfi í dag þar sem þessi mál ber væntanelga á góma, en ekki er búið að ákveða stað og stund fyrir fund viðræðunefndarinnar á morgun. Vinstri gærnir ætla að standa á þeirri ákvörðun sinni að efna til prófkjörs í röðum sinna manna í haust, Framsóknarmenn hafa lagt fram tillögu að uppröðun á sameiginlegan lista, sem Vinstri grænir geta að vissu fallist á, en í Samfylkingunni hefur verið rætt um prófkjör innan flokksins annarsvegar og hinsvegar sameiginlegt prófkör allra flokkanna. Síðari kostinn geta Vinstri grænir þó ekki fallist á. Þá hefur ekkert verið ákveðið formlega um borgarstjórakandídat nema hvað flestum þykir eðlilegt að hann komi úr Samfylkingunni. Ælti Samfylkingin ekki að efna til prófkjörs innan flokksins, sem myndi þá líka snúast um það, þykir Steinunn VAldís Óskarsdóttir sjálfsögð á þann póst, en ekki er einhugur um það inann flokksins. Þá hefur Össur Skarphéðinsson alþingismaður ekki viljað þver taka fyrir hugmyndina um að verða borgarstjóraefni. Í gær kom síðan Þórólfur Árnason fyrrverandi borgarstjóri fram í Kastljósi Ríkisútvarpsins og lýsti þar brenanndi áhuga á borgarmálunum og sagðist og sagðist alltaf hafa stutt R listann þótt hann væri ekki flokksbundinn neinum flokknum. Áhugamenn um stjórnmál telja að þarna hafi Þórólflur ef til vill verið að minna á sig í enda sé almennt svo litið á að hann sé búinn að afplána þátt sinn í samráði olíufélaganna, eins og þeir orða það. Máli sínu stil stuðnings benda þeir á að í rauninni hafi ekki verið neitt tilefni til viðtalsins við hann, en hann hafi notað tækifærið til að lýsa áhuga sínum á borgarmálum. Ekki náðist í Þórólf fyrir hadegisfréttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×