Innlent

Kosið í 61 sveitarfélagi

Sveitarfélögum landsins fækkar um 54 ef allar sameiningartillögur verða samþykktar í atkvæðagreiðslu 8. október. Þá verður kosið um tillögur um að sameina samtals 61 sveitarfélag í sextán. Sveitarfélög eru 102 talsins í dag og íbúar tólf þeirra hafa þegar samþykkt sameiningu sveitarfélaga í kosningum og tekur sú sameining gildi samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Fari svo að allar sameiningartillögur sem liggja fyrir 8. október verði samþykktar verða sveitarfélögin 47 talsins, rúmlega helmingi færri en þau eru nú. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst laugardaginn 13. ágúst 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×