Hætta á auknum skattsvikum 8. ágúst 2005 00:01 "Mér finnst það mjög einkennilegt að á sama tíma og verið er að ræða um offituvandamál hér á landi, þá standi jafnvel til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts sem einkum leggst á matvæli. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í þessum flokki og þær eru mjög fituríkar," segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vegna þeirrar umræðu sem nú er um að mögulega standi til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts um allt að helming. "Ef neðra þrepið yrði lækkað um helming og niður í sjö prósent eins og rætt hefur verið um, eykst líka hvatningin til að svíkja undan skatti því munurinn á sjö prósentunum og svo tuttugu og fjórum og hálfu prósenti er orðinn mjög mikill. En rökin með slíku eru þau að slíkar lækkanir kæmu þeim sem lægstar hafa tekjurnar til góða vegna þess að þeir eyða meira hlutfallslega af tekjum sínum í matvæli," segir Pétur. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að samtökin hafi lagt til að allur matur yrði færður í eitt þrep því virðisaukaskattur á matvæli væri hér á landi með því hæsta sem gerðist í Evrópu að Danmörku undanskildu. "Við værum hins vegar ekki mjög hrifnir af því að lækka þennan skatt um helming eins og rætt hefur verið um því þá er komið allt of breitt bil á milli skattþrepa. Eðlileg lækkun væri niður í um tólf prósent og meira máli skiptir líka að vörugjöldin séu tekin af. Of mikið bil eykur hættu á undanskotum auk þess sem vörugjöldin eru skattur," segir Sigurður. Hann segir vörugjöldin mismikil og þau séu mjög ósanngjörn. "Það leggst til dæmis 28 krónu vörugjald á kaffi og 35 krónur á te. Vörugjöldin eru eitthvað sem mikilvægt er að skoða núna þegar þessi mál eru á dagskrá," segir Sigurður. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira
"Mér finnst það mjög einkennilegt að á sama tíma og verið er að ræða um offituvandamál hér á landi, þá standi jafnvel til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts sem einkum leggst á matvæli. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í þessum flokki og þær eru mjög fituríkar," segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vegna þeirrar umræðu sem nú er um að mögulega standi til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts um allt að helming. "Ef neðra þrepið yrði lækkað um helming og niður í sjö prósent eins og rætt hefur verið um, eykst líka hvatningin til að svíkja undan skatti því munurinn á sjö prósentunum og svo tuttugu og fjórum og hálfu prósenti er orðinn mjög mikill. En rökin með slíku eru þau að slíkar lækkanir kæmu þeim sem lægstar hafa tekjurnar til góða vegna þess að þeir eyða meira hlutfallslega af tekjum sínum í matvæli," segir Pétur. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að samtökin hafi lagt til að allur matur yrði færður í eitt þrep því virðisaukaskattur á matvæli væri hér á landi með því hæsta sem gerðist í Evrópu að Danmörku undanskildu. "Við værum hins vegar ekki mjög hrifnir af því að lækka þennan skatt um helming eins og rætt hefur verið um því þá er komið allt of breitt bil á milli skattþrepa. Eðlileg lækkun væri niður í um tólf prósent og meira máli skiptir líka að vörugjöldin séu tekin af. Of mikið bil eykur hættu á undanskotum auk þess sem vörugjöldin eru skattur," segir Sigurður. Hann segir vörugjöldin mismikil og þau séu mjög ósanngjörn. "Það leggst til dæmis 28 krónu vörugjald á kaffi og 35 krónur á te. Vörugjöldin eru eitthvað sem mikilvægt er að skoða núna þegar þessi mál eru á dagskrá," segir Sigurður.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira