Innlent

Merkja ekki tekjuaukningu

"Það liggur ekki fyrir hvort útsvarstekjur hækki eitthvað en við erum núna að ljúka við uppgjör á árinu 2004," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Skatttekjur ríkissjóðs hafa aukist umfram fjárlög vegna hærri tekna launþega á síðasta ári og segir Gunnlaugur að sveitarfélögin finni ekki beint fyrir tekjuaukningu en það eigi þó eftir að skýrast betur á síðari stigum. "Við höfum hins vegar heyrt að í smærri sveitarfélögum á landsbyggðinni, hafa heyrst raddir um að auknar fjármagnstekjur hafa leitt af sér lægri útsvarstekjur sveitarfélaganna," segir Gunnlaugur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×