Innlent

Viðræðum um R-lista haldið áfram

Fulltrúum flokkanna sem standa að R-listanum tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt. Ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun. Meðal tillagna sem voru til umræðu var sú hugmynd Samfylkingarinnar að af átta efstu sætum á listanum fengi Samfylkingin þrjá, Framsóknarflokkur tvo og Vinstri - grænir tvo en áttundi maðurinn yrði fundinn með sameiginlegu prófkjöri um borgarstjóraefni. Því vilja Vinstri - grænir ekki una enda hafa þeir ákveðið eigið prófkjör og á vissum íimapunkti í gærkvöldi íhuguðu fulltrúar þeirra í samninganefndinni að skila inn umboði sínu til samninga, hvað sem verður. Þeir vörpuðu hins vegar fram hugmynd um embætti tveggja varaborgarstjóra og ein hugmyndin er að Framsóknarmenn sætti sig við tvo fulltrúa og verði þeir jafnframt forsetar borgarráðs go borgarstjórnar. Flokkarnir munu væntanlega ráða ráðum sínum í dag fyrir fundinn á morgun, sem gæti orðið úrslitafundur í málinu en samningamennirnir sjálfir hafa ekki umboð til að slíta viðræðum, það er í höndum kjördæmisráða flokksfélaganna í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×