Innlent

Orlofsréttur ekki umsemjanlegur

Réttur til fæðingarorlofs er skilyrðislaus og ekki umsemjanlegur, segir Jafnréttisráð í ályktun sem það hefur sent frá sér vegna umræðunnar síðustu daga um fæðingarorlofsmál. Í ályktuninni segir enn fremur að lögin um fæðingarorlof hafi verið mikilvægt skref í þá átt að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að jafna fjölskylduábyrgð foreldra. Það þurfi að standa öflugan vörð um þau réttindi sem lögin veita og alls ekki ljá máls á neinum undanbrögðum þegar kemur að framkvæmd laganna. Þá skorar Jafnréttisráð á öll fyrirtæki og stofnanir að setja sér jafnréttis- og fjölskyldustefnu og laga starfsemi sína að þeim raunveruleika sem lögin um fæðingar- og foreldraorlof skapa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×