Innlent

Gagnrýna byggðaáætlun

"Fá bæjarfélög hafa á undanförnum árum orðið fyrir öðrum eins áföllum í atvinnulífinu og við," segir Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms. "Þrátt fyrir það höfum við nær enga aðstoð fengið frá Byggðastofnun." Bæjarráð Stykkishólms telur byggðaáætlun Byggðastofnunar ekki hafa náð sem skyldi til bæjarins þrátt fyrir áföll í atvinnulífinu og hefur ritað Byggðastofnun bréf þess efnis. Er það svar við fyrirspurn Byggðarstofnunar um hvernig tekist hafi til með byggðaáætlunina. Rúnar segir fjármagn sem borist hafi til Stykkishólms ekki í neinu samræmi við það sem aðrir hafa fengið og áföll sem dunið hafi yfir. "Við höfum þurft að horfa upp á hrun í skelveiðum, sem eru okkar aðalatvinnuvegur," segir Rúnar. "Einnig hafa verið erfiðleikar í rækjuvinnslu en hún er umfangsmikil hér í Stykkishólmi." Ekki náðist í Aðalstein Þorsteinsson, forstöðumann Byggðastofnunar. Hann er staddur erlendis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×