Innlent

Ekki bjartsýnn á R-listaframboð

MYND/Sigurður Jökull
Í kvöld ætti að skýrast hvort áframhald verði á samstarfi R-lista flokkanna. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem segist hafa verið bjartsýnn á samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna í aðdraganda síðustu tvennra borgarstjórnarkosninga, er það ekki lengur. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Mörður að hann hefði áhyggjur af stöðunni. Hann sagði enn fremur að Reykjavíkurlistinn hefði ekki verið stofnaður þannig að flokkarnir sem að honum stæðu gengju í kosningabandalag. Flokkarnir hefðu hlýtt kröfum í borginni um að búa til valkost við Sjálfstæðisflokkinn og þeir hefðu hleypt almenningi að. Mörður sagði enn fremur að grundvallarhugmyndin á bak við Reykjavíkurlistann væri sú að flokkarnir sem að honum stæðu væru verkfæri. Í kosningunum 1994,1998 og 2002 hefði verið fenginn vinsæll borgarstjóri til að verða oddviti í samstarfinu og svo hefði fólk fengið að ganga inn og móta stefnu og taka þátt í vali á fulltrúum. Þessu þyrfti að halda áfram núna og hvað sem öllu jafnræði liði skipti það mestu máli. Mörður sagði að honum sýnist sem Vinstri - grænir væru því miður að hverfa frá samstarfinu og hættu öllu til þess að til þess að fá þrjá fulltrúa. amningamenn R-lista flokkanna hittast í húsakynnum Framsóknarflokksins síðar í dag og er búist við að þar skýrist hvort eitthvað verði úr R-listaframboði fyrir næstu kosningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×