Burðarási skipt upp Hafliði Helgasan skrifar 11. ágúst 2005 00:01 Eimskipafélagið í þeirri mynd sem menn þekktu það á síðari hluta 20. aldar heyrir nú sögunni til. Eimskipafélagið var fyrsta stóra almenningshlutafélagið með þúsundir hluthafa. Það var enda kallað óskabarn þjóðarinnar og gegndi mikilvægu hlutverki í tengingu landsins við umheiminn. Skipafélagið er reyndar ennþá til, en er ekki lengur með kennitölu almenningshlutafélagsins. Burðarás tók við kennitölunni fyrir rúmu ári, en Burðarás hefur nú runnið inn í Straum og eignir þess skipst milli Straums og Landsbankans. Hluthafarnir fylgdu með og Landsbankinn og Straumur hafa fengið í sinn hóp þá fjölmörgu sem voru í hópi hluthafa Eimskipafélagsins sáluga. Nú eru væntanlega einhverjir sem gráta þessi örlög félagsins. Ýmsum þykir hafa verið gengið af virðingarleysi um þennan öldung í hópi íslenskra fyrirtækja. Einnig eru þeir sem telja að för Björgólfsfeðga hafi alltaf snúist um að ganga milli bols og höfuðs á skipafélaginu. Eimskipafélagið var helsti keppinautur Hafskips á sínum tíma og elduðu þáverandi stjórnendur félagsins og Hafskipsmenn grátt silfur saman. Menn geta svo sem haft sínar kenningar um hvert ferðinni var heitið þegar eignum Kolkrabbans var skipt milli Straums, Íslandsbanka og Björgólfsfeðga. Hinu verður ekki á móti mælt að þessi uppskipti leystu ýmsa krafta úr læðingi og hluthafar félagsins högnuðust vel á þeim hræringum sem fylgdu í kjölfarið. Sínum augum lítur hver silfrið og ljóst að hræringarnar urðu til þess að hleypa lífi í hlutabréfamarkaðinn eins og Björgólfur Guðmundsson boðaði. Hann boðaði reyndar einnig að markmiðið væri að rjúfa flókin eignatengsl. Það er umdeilanlegt hvort eignatengslin séu einfaldari nú en þau voru áður. Hitt er ljóst að aðrir halda um þræðina nú en gerðu það fyrir rúmum tveimur árum. Þær breytingar sem orðnar eru á eignarhaldi í viðskiptalífinu urðu vegna þess að menn með mikla peninga og sterkar skoðanir á möguleikum á markaðnum létu til sín taka. Þau skoðanaskipti hafa farið fram á hlutabréfamarkaðnum, sem er dómari í þessum leik. Þeir sem hafa selt eignirnar hafa hagnast vel. Framtíðin mun svo leiða í ljós hvort þeir sem keyptu hafa gert góð kaup. haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Eimskipafélagið í þeirri mynd sem menn þekktu það á síðari hluta 20. aldar heyrir nú sögunni til. Eimskipafélagið var fyrsta stóra almenningshlutafélagið með þúsundir hluthafa. Það var enda kallað óskabarn þjóðarinnar og gegndi mikilvægu hlutverki í tengingu landsins við umheiminn. Skipafélagið er reyndar ennþá til, en er ekki lengur með kennitölu almenningshlutafélagsins. Burðarás tók við kennitölunni fyrir rúmu ári, en Burðarás hefur nú runnið inn í Straum og eignir þess skipst milli Straums og Landsbankans. Hluthafarnir fylgdu með og Landsbankinn og Straumur hafa fengið í sinn hóp þá fjölmörgu sem voru í hópi hluthafa Eimskipafélagsins sáluga. Nú eru væntanlega einhverjir sem gráta þessi örlög félagsins. Ýmsum þykir hafa verið gengið af virðingarleysi um þennan öldung í hópi íslenskra fyrirtækja. Einnig eru þeir sem telja að för Björgólfsfeðga hafi alltaf snúist um að ganga milli bols og höfuðs á skipafélaginu. Eimskipafélagið var helsti keppinautur Hafskips á sínum tíma og elduðu þáverandi stjórnendur félagsins og Hafskipsmenn grátt silfur saman. Menn geta svo sem haft sínar kenningar um hvert ferðinni var heitið þegar eignum Kolkrabbans var skipt milli Straums, Íslandsbanka og Björgólfsfeðga. Hinu verður ekki á móti mælt að þessi uppskipti leystu ýmsa krafta úr læðingi og hluthafar félagsins högnuðust vel á þeim hræringum sem fylgdu í kjölfarið. Sínum augum lítur hver silfrið og ljóst að hræringarnar urðu til þess að hleypa lífi í hlutabréfamarkaðinn eins og Björgólfur Guðmundsson boðaði. Hann boðaði reyndar einnig að markmiðið væri að rjúfa flókin eignatengsl. Það er umdeilanlegt hvort eignatengslin séu einfaldari nú en þau voru áður. Hitt er ljóst að aðrir halda um þræðina nú en gerðu það fyrir rúmum tveimur árum. Þær breytingar sem orðnar eru á eignarhaldi í viðskiptalífinu urðu vegna þess að menn með mikla peninga og sterkar skoðanir á möguleikum á markaðnum létu til sín taka. Þau skoðanaskipti hafa farið fram á hlutabréfamarkaðnum, sem er dómari í þessum leik. Þeir sem hafa selt eignirnar hafa hagnast vel. Framtíðin mun svo leiða í ljós hvort þeir sem keyptu hafa gert góð kaup. haflidi@frettabladid.is
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun