Innlent

Telja dvínandi líkur á samstarfi

Menn úr öllum flokkum sem standa að R-listanum telja mjög dvínandi líkur á að R-listi verði boðinn fram við næstu borgarstjórnarkosningar eftir að starf viðræðunefndar flokkanna sigldi í strand í gær. Boltinn er nú aftur hjá félögum flokkanna þriggja í Reykjavík og hafa Vinstri -grænir boðað til félagsfundar á mánudag, en Samfylkingin og Framsóknarflokkur hafa ekki ákveðið fundartíma. Ef fallið verður frá tilraunum til frekara samstarfs er sú sérkennilega staða komin upp að flokkarnir starfa áfram saman fram að kosningum án þess að stefna að frekara samstarfi sem gæti þýtt að stjórn borgarinnar yrði lausari í reipunum en ella.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×