Fjöregg R-listans hjá VG 12. ágúst 2005 00:01 Borgarstjórnarflokkur R-listans kom saman til fundar í gær, en margt bendir til þess að hann þurfi næstu mánuðina að starfa við ný skilyrði þar sem dagar R-listans kunna að vera taldir. Félagsfundur Reykjavíkurfélags Vinstri grænna hefur verið boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að niðurstaða þess fundar ráði úrslitum um það hvaða stefnu málið tekur innan flokkanna þriggja og hvort samstaf innan R-listans haldi lífi. Stefán Jón Hafstein Samfylkingunni og borgarfulltrúi R-listans segir að fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík komi saman til fundar á miðvikudaginn kemur. "Það er enn líf í þessu, að minnsta kosti fram yfir helgina," segir Stefán Jón. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi óháðra á R-listanum segir að það standi óhaggað að hann ætli ekki að bjóða sig fram fyrir næstu borgarstjórnarkosningar verði ekkert af frekara R-lista samstarfi. "Mér finnst ekki koma til greina að fara fram með óháðan lista. Reykjavíkurlistinn snýst um það að koma til valda hugsunum félagshyggjunnar og breyta borginni í þeirri mynd. Hann hefur hrundið af stað lífsgæðabyltingu sem ég held að allir í Reykjavíkurlistanum megi vera stoltir af. Þetta snýst ekki um sérstöðu einhverra innan listans eða mína sérstöðu heldur einmitt hugsjónirnar sem þessir flokkar og utanflokkafólk innan R-listans hefur staðið fyrir. Þess vegna er ekki á dagskrá af minni hálfu að fara fram með óháðan lista. Ég var vongóður og rólegur og það voru líklega mistök. Eftir árangurslausar viðræður er ég nú orðiðnn svartsýnn. Menn hafa sökkt sér ofan í öfugan enda og hugsað um hagsmuni flokkanna en ekki hagsmuni kjósenda sinna." Dagur neitar því ennfremur að hann hyggist ganga til liðs við Samfylkinguna."Ég er bara einn af fjölmörgum í borginni sem hef átt erfitt með að finna mér farveg innan tiltekins flokks. Þess vegna er Reykjavíkurlistinn mikilvægur farvegur fyrir alls konar fólk sem vill hafa jákvæð áhrif á umhverfið í kring um sig," segir Dagur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Borgarstjórnarflokkur R-listans kom saman til fundar í gær, en margt bendir til þess að hann þurfi næstu mánuðina að starfa við ný skilyrði þar sem dagar R-listans kunna að vera taldir. Félagsfundur Reykjavíkurfélags Vinstri grænna hefur verið boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að niðurstaða þess fundar ráði úrslitum um það hvaða stefnu málið tekur innan flokkanna þriggja og hvort samstaf innan R-listans haldi lífi. Stefán Jón Hafstein Samfylkingunni og borgarfulltrúi R-listans segir að fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík komi saman til fundar á miðvikudaginn kemur. "Það er enn líf í þessu, að minnsta kosti fram yfir helgina," segir Stefán Jón. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi óháðra á R-listanum segir að það standi óhaggað að hann ætli ekki að bjóða sig fram fyrir næstu borgarstjórnarkosningar verði ekkert af frekara R-lista samstarfi. "Mér finnst ekki koma til greina að fara fram með óháðan lista. Reykjavíkurlistinn snýst um það að koma til valda hugsunum félagshyggjunnar og breyta borginni í þeirri mynd. Hann hefur hrundið af stað lífsgæðabyltingu sem ég held að allir í Reykjavíkurlistanum megi vera stoltir af. Þetta snýst ekki um sérstöðu einhverra innan listans eða mína sérstöðu heldur einmitt hugsjónirnar sem þessir flokkar og utanflokkafólk innan R-listans hefur staðið fyrir. Þess vegna er ekki á dagskrá af minni hálfu að fara fram með óháðan lista. Ég var vongóður og rólegur og það voru líklega mistök. Eftir árangurslausar viðræður er ég nú orðiðnn svartsýnn. Menn hafa sökkt sér ofan í öfugan enda og hugsað um hagsmuni flokkanna en ekki hagsmuni kjósenda sinna." Dagur neitar því ennfremur að hann hyggist ganga til liðs við Samfylkinguna."Ég er bara einn af fjölmörgum í borginni sem hef átt erfitt með að finna mér farveg innan tiltekins flokks. Þess vegna er Reykjavíkurlistinn mikilvægur farvegur fyrir alls konar fólk sem vill hafa jákvæð áhrif á umhverfið í kring um sig," segir Dagur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira